Læknablaðið - 01.03.1928, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ
43
og þaÖ þó eftir valinkunnan og vanan referent sé, eins og próf. G. H.
— Eg verÖ aS reyna aö hugga mig við (þó léleg huggun sé), aS fleiri
munu þó finnast breyskir í þessu tilliti meðal lækna, en eg. ■?—
Próf. G. H. kemst þannig að orði i útclrætti sínum:
„Orsök blindunnar er oftast glau,coma, eins og hér á landi. En hvers-
vegna kveður svo mikið að þessum kvilla í Færeyjum? Höf. færir rök
fyrir því, að sjúkd. liggi í ættum, og hafi færst svo mikið í aukana við
það að náskyldir giftist" etc.
Út af þessu kemst eg svo að orði í júnígrein minni í Lbl.:
„Kemst hann (þ. e. Dr. R.) að þeirri niðurstöðu, að glauioma sé aðal-
orsök blindunnar, og erföir og skyldmennagiftingar séu fyrsta orsök til
þessa glaucoma, — eða jafnvel sú eina.“
Eg legg það undir dóm lesenda, hvort hér sé óráðvandlega með hin-
ar notuðu heimildir farið.—
En nú hefi eg komist að raun um, að útdráttur próf. G. H. er ekki
allskostar nákvæmur. — Því:
Höf. færir engin rök fyrir því, að glaucoma liggi í ættum. Hann nefnir
bygðarlög, þar sem fólkiö er óvenjulega mikið skylt innbyrðis, en hann
minnist ekki einu orði á, að þarna sé meira um glaucoma, heldur en ann-
arsstaðar í sönut eyju, þar sem fólkið er blandaðra.
Höf. minnist hvergi á, að glaucoma í Færeyjum hafi færst í aukana,
eða sé að færast í aukana. En aftur á móti tekur hann það oftsinnis
fram, að blindan sé að minka. —
Eg skal því fúslega viðurkenna, að hefði eg lesið' ritgerðir Dr. R. jafn-
hliða útdrætti próf. G. H., þá rnyndi eg að líkindum hafa lagt minna til
málanna. Ef til vill látið ntér nægja, aö benda á ónákvæmni útdráttar-
ins, og leiðrétt tölu blindra á íslandi, eins og próf. G. H. gaf hana upp,
sem að öllum líkindum stafar af því, að í ritgerð Dr. R. er talað um
blindratöluna á íslandi u m s í ð u s t u a 1 d a m ó t, og átti hún þá að
hafa verið 33. —
a d. 2.
En hvað sem öðru líður, þá finst Dr. R. auðsjáanlega, að eg geri ekki
nógu mikið úr erfðum og skyldmennagiftingum, sem orsök til glaucoma,
sérstaklega gl. simplex.
Sjálfur hefir hann „gengið út frá því sem gefnu", að glaucoma „gangi
mjög oft í erfðir", vitnar sér til stuðnings í kenslubók Dr. Ask, og til-
færir eftir honum þetta meðal annars: i
„Arftlighet inom vissa familjer er omisskánnlig. dár glaucomet upp-
tráder som dominant Anomali" etc.
Þetta þýðir ekki annað en það, að höf. (Dr. Ask) segir, að g 1 a u-
com geti óefað stundum gengið í erfðir, en þar með er
hvergi sagt, að hann álíti að þaö „gangi mjög oft í erfðir“. — Óneitan-
lega nokkur munur.
En hvað hefi eg nú sjálfur sagt? — Tek hér helstu dæmin úr júni-
grein minni:
„Eg er sjálfur á þeirri skoöun, aö erföir og skyldmennagiftingar eigi
nokkurn þátt i tiðleika glaucomanna, en er hinsvegar algerlega mótT.