Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 4
90 LÆKNABLAÐIÐ í hinum Noröurálfulöndunum fara fáar sögur og óljósar af fyrstu út- breiSslu veikinnar, en hitt er víst, aö víöast hefir hún þverraö stööugt síö- an um miöja fyrri öld, þó hún yxi hvervetna á ófriöarárunum. Og eftir- teiktarvert er það, aö aldan lækkar löngu áöur en sýkillinn fanst eöa menn vissu aö veikin var smitandi. Á línuritum eöa manndauöaskrám veröur þess yfiileitt lítt eöa ekki vart, hvenær heilsuhæli og önnur varnarráö vorra daga komu til sögunnar, svo stórfeld áhrif hafa þau tæpast haft á manndauöann. Iivernig stendur svo á þessari yfirferö, vexti og þverrun veikinnar? Ef vér gætum svaraö þessu, væri mikil gáta ráöin, en því miöur er hér þekking manna í molum og margt á huldu. Fyrsti vöxtur og úthreiösla veikinnar er auöveldust aö skýra. Fólk, sem hefir veriö laust viö veikina, er sagt að vera yfirleitt óvenju næmt og mótstööulítiö fyrir henni. Þrifnaöur var víöast lélegur fyrir 70—80 árum og varúð sama sem engin. Ekkert var því eölilegra en aö menn smituö- ust og dæu, þegar sóttnæmið fór að berast úr öllum áttum meö vaxandi samgöngum. Erfiöara er aö skilja þaö, sem mestu máli skiftir, nefnilega hvers vegna veikin þverrar. Um venjulegar farsóttir, t. d. mislinga er þetta auðráðin gáta, því fleiri og fleiri veröa ónæmir, en viö berklaveiki myndast ekki ónæmi, aö minsta kosti ekki á sama hátt og við venjulegar farsóttir. Eng- lendingar nefna batnandi efnahag, húsakynni og þrifnaö, þekkinguna á næmleika veikinnar og sýkingarhætti, einangrun sjúklinga og aörar varn- arráðstafanir vorrar aldar og hinsvegar aukið mótstöðuafl manna gegn veikinni. Þaö ber ekki vott um mikla þekikingu, er svo margs er getið til i senn, án þess að benda á neina sérstaka aðalorsök til þess að veikin þverrar. Gustav Neander segir blátt áfram, að veikin hafi farið að minka í Sví- þjóö „under for iövrigt uforandrede forhold“, og 1860 vissu menn ekki einu sinni, að veikin væri smitandi, hvaö þá heldur aö sérstökum varnar- ráðum væri beitt, en um þetta leyti mun lítil breyting hafa oröiö á hög- um manna eða húsakynnum í Sviþjóö. Þaö Htur þvi út fyrir, aö veikin hafi að mestu farið sínar eigin leiöir og má vel vera aö svo hafi veriö í öllum löndum. Þaö má vel vera, að öll þessi atriði, sem fyr eru talin, hafi nokkur áhrif til bóta og líklegt að svo sé. En þaö er aðeins eitt þeirra, sem sést meö óyggjandi vissu af manndauðanum, nefnilega aö sultur og seyra hafa skaö- leg áhrif. Það kom ótvírætt í ljós á ófriðarárunum, ekki síst í Þýskalandi. Veikin ágerðist þar hastarlega á sultarárunum, en rénaöi þegar hagurinn batnaði, ])ó húsakynni, lifnaðarhættir og öll menning héldust óbreytt. En hvernig er svo ástandið erlendis, þar sem dánartalan úr berklaveiki er oröin mjög lág. Er þá veikin oröin fátíð þar og nálega upprætt? Þetta sýnist vera á allt annan veg, meira að segja h v e r m a ö u r, t i 1 þ e s s a ö gera, sm itaöur a f v ei k i n n i, því um 95% af mönnum um tvítugt eru -þ Pirquet. Veikin er því i raun réttri aö heita má á hverju heimili, þó ekki valdi hún miklum manndauöa, og sigurinn yfir berkla- veikinni hefir fengist á þann undarlega hátt, aö komist hefir á tiltölulega skaðlítil sambúð (symbiosis) milli sýklanna og mannanna, þar sem áöur var barátta um líf eöa dauða.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.