Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 28
114 LÆKNABLAÐIÐ bronchopnemnonia meö drepi, og svo stúlku, sem jeg svæföi og dró úr nokkrar tennur. Ein tönnin hrökk ofan í lungun. Eg vissi þaö ekki þá, saknaði að vísu tannarinnar, en hélt. að stúlkan heföi gleypt hana. En á eftir fékk hún lungnabólgu og annar læknir var sóttur. Upp úr lungna- bólgutini fékk hún lungnadre]) dálítið og gekk lengi með mjög foetid uppgang og hósta, uns upp úr henni hóstaðist tönn í einu hóstakastinu. Eftir það batnaði henni og þá kom hún til mín, kendi mér um alt saman, en þó í góðu, því að hún var mjög hróðug yfir að tannskrattinn var kom- inn upp. Þriöja tilfellið kom fyrir mig fyrir nokkrum árum og hefi ég ritað um það áður (sjá Læknablaðið 1926, Lls. 4). Það var stúlka. senr hafði svæsna gangræna pulrn. ásamt, sullaveiki í lifur. Þegar hún var aðfra'mkomin, hóstaðist upp úr henni korktappabrot, sem hrokkið hafði ofan í hana og valdið drepi. í öllum þessum tilfellum hefði verið gaman að prófa Neosal- varsanið. Eg hefi áður minst á það hér í blaðinu hve ég hefi oft ánægju af því að fræðast af góðum kollegum, innlendum sem útlendum, þó ekki sé nema í stuttu viðtali um efni, sem eitthvað snerta mína eigin reynslu. Eg hefi oft grætt á því meira heldur en á lestri langra ritgjörða og bóka. Svo var það í þetta skifti, sem ég kyntist dr. Wintherfeld — en þar hitti ég líka sérlega góða útgáfu af manni: þýskan vísindamann af besta tagi, fróðan og andríkan og góðan dreng. Komi einhver landi til Rostock, þá má sá heilsa honum frá mér og á visar góðar viðtökur. Hann starfar við há- skólaklinikina (hefir verið í samvinnu við próf. H. Curschmann) og þekk- ir alla góða menn i þeim gamla góða háskólabæ, þar sem Islendingar fyrrum stunduðu nám. Hann býr í Paulstrasse 56. Um blindu og aug'nsjúkdóma í Færeyjum. Nýtt svar til Helga Skúlasonar. læknis eftir R. K. Rasmussen. Helgi læknir Skúlason hefir í Lbl. mars-apríl þ. á., bls. 42—46, svarað athugasemdum mínum í Lbl. 1927, bls. 143—145. Þess vegna bið ég um rúm fyrir eftirfarandi athugasemdir, sem ég skifti í þrent, að dæmi Helga læknis. ad. 1. Það er enginn vafi á því, að Helgi læknir hefir rétt eftir Guðm. próf. Hannessyni, en það er ekki alveg það sama og að rétt sé eftir mér haft. Próf. G. H. segir í grein sinni í Lbd. 1927, bls. 75—76: „Höf. færir rök fyrir því, að sjúkd. liggi i ættum ....“, en í grein minni stóð, að ég væri að yfirvega það, hvort hægt væri að skýra þetta, sem svona væri ein- kennilegt, á þann hátt. að mikill hluti þeirra sjúkdóma, sem leiddu til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.