Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ
n 7
í haginn fyrir augnlækninn, svo aö hægt sé aö notfæra sér hina stuttu
viðdvöl hans eins vel og unt er. Talning eins og sú, sem eg hefi látiö
framkvæma, getur þá gert — og hefir þegar gert — mikið gagn. Hún
veröur mikilvægur liður í erfiöinu viö aö koma hinum blindu til augn-
læknis. Eg heifi þegar árið 1926 tekið þaö fram sjálfur, að hún sé ekki
gallalaus, en ekkert mun aftra mér frá því að láta, þegar timar líða, fram-
kvæma nýja talningu eftir sömu grundvallarreglum.
Læknisskoðun allrar alþýðu.
Eftir Stgr. Matthíasson.
í greinargerðinni um Lundúnaferö mína í vetur gat eg um prófessor
Haver Emerson frá New York, sem einn hinna málsnjöllustu og gagn-
fróöustu af þeim mörgu, sem fluttu erindi á alþjóðafræðslumótinu. Hann
hreif okkur meö sinni bjargföstu trú og áhuga á ýmsum nýtísku heil-
brigðisráðstöfunum, sem nú eru gerðar i Bandarikjunum, eins og t. d.
Scbick prófun og difteriimmunisatio og árlegri eða reglubundinni læknis-
skoðun manna í því skyni að uppgötva veikindi i tima og koma í veg
fyrir þau. Þesskonar reglubundin læknisskoðun hefir um hríð tiðkast hjá
nokkrum liftryggingarfélögum og gefist svo vel að horfur eru á að smám-
saman nái hún almennri útbreiðslu hjá Bandaríkjamönnum.
Aftur og aftur hefi eg séö i tímaritum (eins og Brit. med. journal, Norsk
Magasin og Ugeskr. f. Læger) að læknar hér i álfu hrífast með af áhuga
Bandaríkjalækna og vilja aö hér sé einnig hafist handa á líkan hátt. I
Danmörku veit cg að málið hefir verið til umræðu i læknafélögum, en
án þess að fá verulegan byr. Menn vilja auðsjáanlega láta Ameríkumenn-
ina gera duglega tilraun á sinum þjóðarlikama fyrst.
Jeg verð að segja að jeg er fasttrúaður á, að allir skynsamir menn sann-
færist smátt og smátt um þýðingu og nauðsyn reglubundinnar læknis-
skoðunar á sjer og öðrum meö vissu millibili, á öllum aldri. Öldungis eins
og nú leitar mikill þorri manna á mánaðarfresti tannlæknis síns til að
láta hann líta eftir tönnum sinum og gera við þær sem farnar eru að bila,
og öldungis eins og tanneftirlit og tannlækning og alrnent lækniseftirlit
er komið á og talið sjálfsagt í alþýðuskólum, og öldungis eins og góðir
verksmiðjueigendur sjá verkafólki sinu fyrir stöðugu lækniseftirliti og
læknishjálp, og hjálparstöðvar eru komnar á fót fyrir berklaveika og fyrir
mæður og ungl)örn — og í öllu þessu er fylgt þeirri stefnunni að upp-
götva sjúkdóma í tíma og koma i veg fyrir hverskonar kvilla, eins trúi
jeg því fast, að innan skemms verði þessi preventivráðstöfun gerð almenn,
og fastur flokkur æfðra lækna verði settur til þess að r a n n s a k a al 1 a
með ákveðnu millibili, t i 1 a ð k o m a s e m m e s t í v e g f y r i r s j ú k-
dóma.
Jeg sá nýlega í Brit med. journal getið um fyrirlestur, er hinn nafn-
kunni hagfræðingur, próf. Irving Fisher við Yaleháskólann, hafði haldið
um „Lenghtening of human life in retrospect and prospect'". Segir hann