Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 107 1. Aö læknum, sem þess óska, sé gefinn kostur á námsskeiöi í lierkla- fræöum og ríkið Iátli fátækum1 héraðslæknum fé til smásjárkaupa. 2. AÖ Íæknar geri gangskör aö því, aÖ rannsaka vandlega útbreiöslu veikinnar i héruðum og ekki síst í Reykjavík, og séu aö minsta kosti all- ir heimilismenn á berklaheimilum skoöaðir af héraðslækni. 3. Aö no’kkru fé sé variö til j)ess, aö fá héraðshjúkrunarstúlkur. sem geti haft eftirlit meö berklaheimilum undir umsjá héraðslæknis. 4. Að bráðsmitandi sjúklingar séu tryggilega einangraöir. 5. Aö húsaskipun og lifnaöarhættir séu bættir eins og auöiö er. 6. Að læknar hafi strangar gætur á ])ví, aö berklavarnarlögin séu á engan hátt misbrúkuð.“ Fyrir tiliögumanni vakti, að nefnd sú, er unt getur, komist á með frjálsri samvinnu milli heilbrigöisstjórnar, Lf. ísl. og Lf. Rvikur. Taldi hann nefndina heppilegast skipaöa j)annig, aö í henni sætu: landlæknir, berkla- varnastjóri, próf. Sig. Magnússon, einn maöur tilnefndur af Lf. ísl. og einn af Lf. Rvíkur. Slík nefnd myndi hafa nokkrar horfur til j)ess, aö stjórnin féllist á tillögur hennar og eitthvaö yrði úr framkvæmdum. Sig. Magnússon.. Ber ekki læknunum á brýn ónákvæmni í skýrslugerö, en ])að er ekki unnið nægilega vel úr berklaskýrslunum. Páll Kolka. Nauösynlegt aö hafa sérstakan lækni í Rvík, sem vinnur úr skýrslunum og leiðbeini læknum um heilbrigöismál, sérstaklega berklaveiki. Guðm. Thoroddsen. Berklaveiki er ættarsjúkdómur. Orsakast af sýk- ingu viö nána sambúö. Varasamir gamlir berklasjúklingar meö lítt aktiva berkla. Sammála Snorra Halldórssyni um nauðsyn á smásjá fyrir hér- aöslækna, sem ])ó er best til ])ess að greina berklaveiki meö vissu, en varasamt er að treysta neikvæðri hrákarannsókn og það er einmitt hún, sem almenningur leggur of mikinn trúnað á. Sig. Magnússon. Gef ekki sjúkl. vottorö um að hann sýki ekki, nema berklasýklar hafi ekki fundist í heilt ár í hráka hans. Af praktiskuhi ástæöum þarf aö segja af eða á um sýkingu, enda vottorða krafist i skól- um og víðar. Halldór Hansen. Berklarnir eru æfisjúkdómur. Berklarnir deyja aldrei tryggilega út. Recidiv jafnvel eftir 20 ár. Þess vegna blossar berklaveik- in upp eftir farsóttir. Þarf aö fylgja sjúkl. eftir í mörg ár, til þess að fá glöggan skilning á berklaveiki lians. Farsóttir geta haft mikil áhrif á skýrslur. Berklaveikin hefir ætiö verið mjög útbreidd meðal þjóðanna. en mjög mismunandi aktiv. Tillaga G. H. var samþykt. 1. liður meö sainhljóöa atkvæöum, 2. meö öllum gegn 1, 3., 4. og 5. í einu hljóði og sá 6. meö 14 gegn 2 atkv. Tillaga kom frá Guðm. Hannessyni um, aö Lf. ísl. tilnefndi 1 mann i hina væntanlegu nefnd; var samþykt og próf. Guðm. Hannesson kosinn i einu hljóði. Gjaldskrá héraðslækna. Landlæknir haföi lofað að hafa framsögu í máli þessu, en var nýfarinn til útlanda. Guðm. Hannesson tók því að sér framsöguna : Gjaldskrá héraöslækna er. svo sem kunnugt er, úrelt oröin og aö mörgu íeyti illa samin. Fáir fara eftir gjaldskránni. en óvinsælt að læknir fylgi henni ekki. Feröataxti er nú enginn til. Margir eru smeykir við að hreyfa viö gjaldskránni, vegna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.