Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 103 tuberculose. I berklafjölskyldum hættir börnum vi'ð b. jafnvel þótt þau lifi við góð kjör. Hyggilegt að gefa brjóstveilum börnum og þeim, seni langvinna infect. sjúkd. hafa, fæði með ríkulegum bætiefnum, því að rachitis spillir mótstöðuafli, jafnvel þótt á lágu stigi sé. Gunnl. Claessen. Taldi nauðsynlegt að fylgja sömu reglum, við rann- sókn hér eins og gert hefði verið erlendis. Hinsvegar myndi erfitt að fram- kvæma þetta án þess að fá fé í því augnamiði. Rannsókn væri þó nauð- synleg, því að i þessu o. fl. væri sjúkdómsfræði landsins lítið rannsökuð. Þannig væri arteriosclerosis í heilaæðum algeng (apoplexia tíð), en litil á útlimaæðum og sæjust þær sjaldan kalkaðar, eins og oft sæist ytra. Vafalaust hefir ljósið hin mestu áhrif, bæði til varnar og lækninga. Bf til vill eru hinir ríkulegu útfjólubláu geislar í ljósi hér orsök þess, hve fátíður lupus er. í Danmörku er algengt að lupus myndist út frá berkla- fistlum, en slikt sést varla hér. Að útlendingar geri mikið úr vetrarmyrkr- inu hér er að mestu ástæðulaust, því að birta er mikil allan siðari hluta vetrar og börn þá allajafna úti. Vetrarbirtan oft sterk og áhrifamikil. Birtuna eiga menn að nota hér sem mest og best, bæði við beinkröm, berklaveiki o. fl. Almenningur gerir lítið úr sólskini inni. Of mikið úr jjessu gert, en hinsvegar sólríkar íbúðir taldar heilsusamlegar. Þó að ljós- ið skíni gegnum rúðugler geta sjúkl. orðið rnjög litaðir og sólbrunnir, og sólböð inni í stofum taldi hann geta að góðu gagni komið. Menn við úti- vinnu ættu að vera svo klæddir, að þeir nytu sólskins, en hafa hlífðar- gleraugu, ef þess þætti þurfa. Sólböð inni i stofuni þyrfti nauðsynlega að reyna við beinkramarbörnin. Kostar ekkert og kemur líklega að gagni. Eftir eigin reynslu frá fyrri árum (barnalækningar) beinkröm fátið og Barlows sjúkd. sá hann aldrei hér. Guðm. Hannesson sagði það tæpast vansalaust fyrir oss hve litið vér vissurn um veikina hér á landi. Erlendis væri verið að rannsaka hana af kappi, og þrátt fyrir afarmerkar uppgötvanir væri margt enn á huldu um hana, jafnvel óvíst, hvort alt það sé sjúkdómur, sem talin er bein- kröm eftir Röntgenmyndum. í Aberdeen hefðu 37% barna verið með bein- kröm, i Mannheim um 50%. Trumpf hafði fundið 75%, Elliot 90% og Wilson 91%, og það þótt börnunum væri gefið lýsi. Eitthvað hlyti að vera bogið við þetta. Nýskeð hefði P. M. Holst þótst finna efni í höfr- um, sem gæti valdið beinkröm. Liklegt, að rannsók’n hér á landi gæti upp- lýst unt vafa-atriði. Helgi Tómasson. P. og Ca í blóði tryggasta einkennið. Rannsókn getur verið klinisk, kemisk og Röntgenologisk. Sú kliniska er litilsvirði og lækn- ar myndu eyða tíma til lítils viö hana. Rannsókn i Rvík gilti að sjálfsögðu að eins fyrir Rvik, en ekki sveitir. Ein geislun með ljósi í 40 mín. hefir oft ntikil, læknandi áhrif. Guðm. Hannesson taldi klin. rannsókn þýðingarmikla til samanburðar við útlönd. Snorri Halldórsson sagði hinar svonefndu rachitis-sagtennur algengar í börnum, í sínu héraði, og findist þó ekki rachitis. R. tard., sem talin væri, ekki ætíð rachitis. Rannsókn almennra lækna myndi að nokkru gagni koma, mætti meðal annars minna á beinkröm í skólaskoöunareyðublöðum. Páll Kolka taldi rachitis-einkenni sjaldan sjást á skólabörnum, og yrði þvi mest um vert, að athuga börnin kornung, meðan vöxtur er mestur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.