Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 119 Smágreinar og athugasemdir. Umburðarbrjefið. Stjórn Læknafjel. íslands sendi læknum fjrrir nokkru prenta'S umburð- arbrjef unt stjettarniál. Af fullum 100 læknum hafa einir 16 svaraö og rná segja aö þeir líti allir líkt á málin og stjórnin. Hitt sætir undrun, að flestir læknar nenna ekki að svara alvarlega brjefi viðvíkjandi þeirra eigin hag. Væri nú ekki kominn tími til þess að taka sjer penna í hönd? Með næstu póstum aettu að koma svör frá öllum, sem eftir eru. Eftirtektarvert er það, að skömmu eftir að brjef þetta var sent út, er það komið i höndur dómsmálaráðherrans. Væntanlega hefir einhverj- tim lækni ])ótt það arðvænlegra, að gera pólitík úr brjefinu en að svara því. Verði honum að góðu! í brjefinu var ekkert, sem dylja þyrfti, enda aldrei við því búist, að ekki findist einhver smásál, sem reyndi að gera sjer mat úr jjví. Fjelagsstjórnin þarf nauðsynlega að vita hvað læknar vilja, hvað fyrir þeim vakir. Annars veit hún ógjörla hvað gera skal. Með brjefinu var gerð tilraun i jtessa átt. Læknar ntega eiga jtað við sjálfa sig hvort hún ber nokkurn árangur eða engan. Þeir. sent ekki kynnu að hafa fengið brjef jtetta, eru beðnir að gera mjer aðvart. G. H. Berklavarnastjóri. Á dagblöðunum hefir sést, að búið er að skipa berklavarnastjóra og hefir Ólafur Thorlacius, héraðslæknir i Berufjarðar- héraði orðið fyrir valinu, enda ea nú búið að auglýsa Berufjarðarhérað laust til umsóknar. Það sýnist svo, sem berklavarnastjórinn eigi að hafa eftirlit með framkvæmd berklavarnalaganna og ])etta eigi j>ví að vera nýr léttir á landlæknisembættinu. Annars vita menn lítið um jtað, hvern- ig störfum berklavarnastjórans á að vera háttað. Sé jrað svo, að störfin eigi ekki að vera önnur en jtau, að vera sem starifsmaður i stjórnarráðinu og fást jtar við að telja saman skýrslur og eyðublöð, þá er ekkert við jjví að segja, að svona er skipað í stöðuna, jiá niátti jafnvel setja í hana einhvern uppgjafaprest. En sé það svo, að berklavarnastjórinn eigi að gera verulegt gagn, hafa vísindalega mentun í berklaveiki og fullkomna jiekkingu á þeim hinum margvíslegu ráðstöfunum, sem menningarþjóðir nútímans gera gegn berklaveiki og hafa áhrif á meðferð berklavarnamála í landinu, jtá er óverjandi að skipa svona í stöðuna. Það er ekki svo að skilja, að Ólafur Thorlacius sé ekki góður og gegn læknir, en hann hefir ekki látið til sín taka um heilbrigðismál og er orðinn aldraður maður, sem hvort eð var ætlaði að fara að segja af sér embætti sem hér- aðslæknir. Rétt hefði verið að auglýsa stöðuna og reyna með því að fá i hana duglegan og áhugasaman lækni; ef til vill heföi Ólafur Thorlacius orð- ið þar hlutskarpastur. En eins og nú er í pottinn búið, er varla hægt að taka stöðuna alvarlega, aðeins sem béin handa velmetnum héraöslækni, sem þarfnast hvíldar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.