Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 97 nefnil. stækkunina í og í kring um epifysis, svo aö liöamótin geta sýnst tvöföld, hvernig epifysisendarnir linast og geta bognaö. Þegar corticalis þynnist mikið, getur hún brotnað, og brotnar þá venjulega íbjúgamegin, en ekki á beinbungunni. Miklar beygjur, sem helst koma fyrir á fótleggj - unum, stafa víst oftast af infraktion. Liöböndin geta tognað og losnað (genu valgum). Allar þessar rachitisbreytingar, sem viö höfum hér minst á að veröi á beinunum, geta því a'ðeins átt sér stað, að organisminn vaxi. Það er ný- myndaði beinvefurinn, sem aðeins verður osteoid, tekur ekki í sig kalk, er því linur og sveigjanlegur. Ef barnið hættir alveg að vaxa, ágerist bein- krömin ekki, en batnar frekar, en hún verður aftur sérlega áberandi hjá börnum, sem vaxa ört. Þess er vert að geta, að í raun og veru vex brjósk- ið ekki óeðlilega mikið við rachitis, þó að svo líti út, heldur gengur kölk- unin svo seint, að stór brjósksvæði haldast alt of lengi kalklaus. Auk breytinganna í beinunum, sem er tiltölulega hægt að ganga úr skugga um, er mergurinn líka breyttur. Venjulega sjást engar fitueyjar i honum, eins og hjá heilbrigðum börnum, en hann er blóðríkur með stór- um æðum og í honum sést mikið af erythroblöstum og allskonar frumum af myeloid-uppruna. Ef sjúkdómurinn hefir staðið lengi og komist á hátt stig, verður mergurinn fibrös. Ekki er ósennilegt, að mótstöðuleysið gagn- vart ýmsum infektionum orsakist a. m. k. meðfram af lélegri starfsemi mergjarins. Sumir, einkum frönsku læknarnir, lýsa breytingum í innýfl- um, sem einlægt finnist samfara rachitis, svo sem útvíkkaður magi, stækk- uð lifur og milta, stækkaðir mesenterial-eitlar, blóðríkar garnir og jafn- vel fleiri breytingar, seni ekki hafa verulega praktiska þýöingu. Vöðvarnir verða oft slappir og þunnir og yfirleitt líður líkaminn i heild sinni, þótt ekki sé allar breytingarnar jafn sýnilegar. I blóðinu finst óeðli- lega lítið fosfór hjá öllum beinkramarsjúklingum, svo lengi sem sjúkd. heldur áfram. Aftur á móti er kalkið í blóðinu venjulega eðlilega mikið. H o w 1 a n d greinir rachitis í tvent, eftir því hvort vantar kalk eða fos- fór í blóðið; segir þá tegundina m.iklu algengari, sem er samfara fosfór- skorti. H v e r e r o r s ö k sjúkdómsins?1 Það er best að játa hrein- skilnislega, að vér vitum enn ekki, hver er sú eiginlega orsök sjúkdóms- :ns. Þrátt fyrir öll þau ósköp af tilraunum, sem hafa verið gerðar, til að reyna að fylla upp í þessa stóru glompu á þekkingu okkar á sjúkdómn- um, þá vantar okkur þó enn, að því er virðist, aðalatriðið ; þó að við vit- um nóg, til að geta með vissu læknað sjúkdóminn. þá vildum við þó gjarn- an þekkja sjúkdónisorsökina sjálfa. Því hefir verið haldið frarn, að osteoidr-vefurinn, sem myndast, geti ekki tekið á móti kalki. Það er nú fullsannað, að svo er ekki, því að með rönt- gen-geislun er auðvelt að sjá hvernig kalkið safnast fvrir í honum, þegar sjúkl. er tekinn til lækninga. Það er ])á ekki því að kenna, að vefurinn geti ekki tekið við, heldur virðist miklu fremur, svo sem honum bjóðist ekki þaö rétta. Kalk er, eins og ég gat um áðan, venjulega nóg í blóð- inu, en fosfór of lítið. Hvorttveggja mun þurfa að vera í hæfiltgu hlutfalli hvað við annað, til að kalkið geti setst í beinin. Maður skyldi þá haida. að nóg væri aö gefa börnunum fosfór, eða fosfór og kalk. En það kenmr öllum saman um, að er gagnslítið, ef ekki alveg gagnslaust. Þó að líkam-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.