Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 14
IOO LÆKNABLAÐIÐ kröm, þegar einhver tvö af eftirfarandi einkennum voru greinileg: stækk- uö geislungamót, stækkaöar epifyses á úlfliö, stækkuö protuberantia (tron- talia eða parietalia) á hauskúpu, craniotabes eða líarrisons rák. í flest- um tilfellum voru fleiri einkenni til staöar, þar sem eitt var greinilegt. Af einu einkenni út af fyrir sig var ekki diagnostice/rað, nema þaö væri crániotabes. Ekki var samt einkenniði taliö fullnægjandi, nema höfuðbein- in væru lin inn i corpus. Auðvitað veröur aö taka öll einkenni til greina, svo sem gjögt i liöamótum, sem sagt er aö megi finna áöur en epifyses- breytingar verði greinilegar. Annars hafði nefndin sinn eiginn Röntgen- lækni sem tók mánaðarlega myndir af öllum börnunum. Langbest sjást rachitis-breytingarnar á Röntgen-mynd. Heppilegast hefir þótt að taka mynd af neöri endunum á framhandleggsbeinunum. Ameríska nefndin, sem ég gat um, fann með Röntgen-geislum beinkröm hjá 65% innan 4 mán. aldurs. Kliniskt fanst sjúkd. aðeins hjá 4% á sama aldri, hjá flestum bar ekki kliniskt á sjúkd. fyr en um 8 mán. aldur. Þessi nefnd segir m. a. að stór börn, sem eru á brjósti og vaxa ört, og mjög feit börn, fái öðrum fremur beinkröm. Segir sjaldgæft að finna hraust brjóstbarn, sem ekki finnist beinkramareinkenni hjá með R-geislum. Börn, sem eru fædd fyrir tímann og vaxa ört, verða áberandi rachitisk. Spurningin er, hvort vottur af rachitis sé ekki fysiologiskt, og þýöi ekki annað en að vöxturinn í beinunum sé meiri, en náttúran til að kalka þau. Ameríska nefndin getur ekki gefið svar við þeirri spurningu, en for- maður nefndarinnar getur þess, í umræðum sem urðu út af störfum nefnd- arinnar á læknafundi, að rnjög væri æskilegt að fá samskonar rannsóknir gerðar á öðrum breiddarstigum hjá öðrum þjóðum. Ef við eigum að taka upp rannsóknir á læinkröm hér, held ég að ráð- legast væri fyrir okkur að fara eitthvað líkt að og Ameríkumennirnir, nefnil. að fela nokkurum mönnum að standa fyrir rannsóknunum. Þetta er mikið verk og varla við því að búast, að rnenn taki það að sér endur- gjaldslaust, sérstaklega þar sem ég býst við, að heppilegast væri að binda sig aðallega við Reykjavík, en þar hafa fæstir nokkurn tíma afgangs. Einhvern veginn þyrfti samt að sjá þessu borgið, og væri æskilegt að heyra tillögur annara um það. Mjög væri samt æskilegt ef sem flestir læknar vildu leggja lið sitt til að gefa þær upplýsingar, sein þeir geta, ef þeir verða varir við sjúkdóm- inn úti um landið. Hvort þeir sjá t. d. rachitis tarda, sem ég veit dæmi til að stálpað barn hafi fengið, og orðið kryplingur á tiltölulega skömm- um tíma. Eins væri lika mjög æskilegt að fá að vita, ef nokkur verður var við osteomalaci, sem niargir halda að sé sami sjúkd. og rachitis, aðeins munurinn sá, að það er fullvaxinn, en ekki vaxandi líkami, sem sýkist. Annars held ég, að ekki sé tiltækilégt að leggja út í beinkramar-rann- sóknir, nema því aðeins að maður eigi vísa röntgenologiska aðstoð, því án Röiltgen-geislanna verður mjög erfitt og oft ómögulegt að vera viss um diagnosis. En öllum kemur saman um, að breytingarnar komi mjög vel fram á Röntgen-myndunum, og eins sjáist fljótt á þei'm, þegar sjúkd. fer að batna og kalkið að setjast í beinin. Það er óneitanlega ekki hneysulaust, að við skulum ekki vita nokkurn- veginn vissu okkar um, hve útbreidd beinkrömin er hjá okkur. Því að þó að við sjáum lítið af bækluðu fólki eftir hana, þá er, eins og ég

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.