Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 12
98 LÆKNABLAÐIÐ anum bjóöist bæöi þessi efni, g'etur hann ekki notaö sér þau, nema eín- liver þriöji faktor komi til, sem við ekki þekkjum. Á þessari miklu vitamin-öld hefir orsakanna auðvitað veriö leitað í vita- minskorti, og helst ætti þaö þá að vera A-vitamin, sem vantaði. Árang- urinn af lýsismeðferðinni ætti þá að liggja í því, að með því fengi líkam- inn það A-vitamin, sem hann vantaði. En þetta getur tæplega staðið heima, því að ekki er unt að koma í veg fyrir eða lækna beinkröm með smjöri, sem inniheldur þó mjög mikið A-vitamin. F i n d 1 a y og sam- verkamenn hans sáu hvolpa sýkiast af beinkröm, þrátt fyrir tiltölulega háa skamta af smjöri (14.5 gr. á dag). Þessum hvolpum var haldið inni, en aðrir hvolpar, sem fengu iitla mjólkurfitu, en voru látnir vera úti og Ieika sér, sýktust ekki af beinkröm. Að vísu er A-vitamin mjög mismikið í mjólkinni, nefnil. aö miklu leyti háð þvi, hve mikið er af A-vitamini í fóðri skepnunnar, sem mjólkin er úr. En ýmsar tilraunir benda til þess. að bein- krömin stafi ekki eingöngu af skorti á A-vitamin. Árangurinn af lýsinu stafi því ekki af því, hve mikið A-vitamin er í því, heldur af einhverju óþektu efni eða „antirachitiskum faktor“ í þvi, sem ekki hefir tekist að einangra. En þennan faktor vantar í smjörið, þó nóg sé af A-vitamin i því, og þess vegna dugir það ekki út af fyrir sig til að lækna beinkröm. Nú vitum við, að beinkrömin læknast bæði fljótt og vel, ef sjúkl. er geisl- aður með ultrafjólulrláum; geislum. Þarf ekki einu sinni að geisla hann sjálfan, ef fæðan, sem hann etur. er geisluð með þessari ákveðnu geisla- tegund (með litilli bylgjulengd). Tekist hefir að gera ekki einung- is mjólk, heldur líka hveitimjöl, þurmjólk, grænmeti o. fl. fæðuteg. rach- itis-vemdancli, með þvi að geisla þær með kvarzlampa. Svo virðist, sem ultrafjólubláu geislarnir veki („aktiveri") eitthvað eða einhver efni í fæö- unni. Það liggur nærri að halda, að þetta efni sé cholesterin i dýrafæðti eða tilsvarandi phytosterin í jurtafæðu. Cholesterin er lipoid, sem er til staðar að heita má í hverri dýrafrumu og phytosterol í hverri jurtafrumu. Þrátt fyrir útbreiðslu þessa efnis, hafa ntenn til skamms tíma lítinn gaunt gefiö að þvi. Það er fyrst á síðustu árum, sent menn hafa farið að veita því rneiri athygli, og séð hve mikið það er viðriðið alla efnabjdting lík- amans. Sérlega mikið cholesterin finst í heilanum, einkum í hvítunni. Mjög mikið er lika af því í epidertnis og fitukirtlum. En annars er meira eða minna af ]>ví i öllum líkamsfrumum. Ef cholesterin er geislað, sést greinileg breyting á absorbtionsspektrum ])ess, þannig, að það verður gegnumgengara fyrir ultrafjólubláa geisla. Ennfrenmr lækkar bræðslupunktur þess, t. d. úr 140° niður i 1250. Það hefir sýnt sig, að geislað cholesterin er ágætt ineðal til að lækna beinkröm, og er þegar farið að nota það til lækninga. Sennilegt er, að lækningakraftur ultrafjólubláu geislanna sé einmitt i því fólginn, að þeir verki aktiverandi á cholesterin líkamsfrumanna, sér- staklega í epidermis. Tilraunir á rottum sýndu, að beinkröm mátti hindra með því, að láta þær eta skinn af dýri, sem hafði verið geislað, en aftur á móti læknuðust ])ær ekki með ógeisluðu skinni. Ef cholesterin er geislað í fleiri klst. verður það gulleitt, og ef geislun- inni er haldið lengi áfram, 4 klst. eða lengur, verður það gulleitt og dofn- ar. Gæti hugsast að slík eða svipuð geislaáhrif væri orsökin til freknu- myndunar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.