Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ IOÍ gat um í byrjun, hitt ærin ástæða til aö gefa henni gauni, nefnil. mót- stööuleysiö sem fylgir henni gagnvart ýmsum infektionum. Ef þaS skyldi nú koma á daginn, sem vel mætti segja mér, aS hér sé óvenjulega litið um beinkröm, þá er það töluvert merkilegt, og væri sann- arlega mjög mikilsvert aS fá þaS tryggilega sannaS. ÞaS væri óneitan- lega merkilegt, ef þaö kæmi á daginn, aS börnin lifi langan, dimman vetur jafnvel i lélegum húsakynnum, án þess aS fá rachitis. Þýsku eSlis- fræðingarnir, sem hér voru á ferS í fyrra og hitteSfyrra, þóttust hafa fundiS sólargeislana hér óvenjulega ríka af ultrafjólubláum geislum. Hugs- anlegt væri, aS þetta ætti sinn þátt í, að lítiS ber á beinkröminni, þrátt fyrir myrkriS. En hæpiS sýnist þó óneitanlega aS byggja á þeirri skýr- ingu þar, sem börnin koma varla nokkurn tíma undir bert loft, en eru látin kúra inni í dimmri baSstofu allan veturinn. Aðallundur læknafjelags íslands 1928. Fundurinn var settur 30. júní kl. 4 e. h. í sal neSri deildar Alþingis. Fundinn sóttu þessir læknar: GuSm. Hannesson, Gunnl. Claessen, Niels Dungal, Þorgr. ÞórSarson, Árni Árnason, Ing. Gíslason, Sæm. BjarnhéSinsson, Kristján Arinbjarnar, M. Magnús, Snorri Halldórsson, Ólafur Finsen, Halldór Stefánsson, Páll Kolka, KonráS KonráSsson, Flannes GuSmundsson, Helgi Tómasson, Ein- ar ÁstráSsson, GuSm. Thoroddsen, ÞórSur Thoroddsen, Ólafur Þorsteins- son, Árni Pétursson, GuSm. GuSmundsson, Sig. Magnússon, Flelgi Ing- varsson, Jón Jónsson, Helgi GuSmundsson, Daníel F'jeldsted, Magnús Pét- ursson, Matthias Einarsson, ÞórSur Edilonsson, Bjarni Snæbjörnsson, Halldór Hansen, Þorv. Pálsson, Kjartan Ólafsson, Guðm. GuSfinnsson, Jón Kristjánsson, Jón Hj. SigurSsson, Gunnl. Einarsson, DavíS Scheving Thorsteinsson. Fundarstjóri var kosinn ÞórSur Thoroddsen. Ritarastörf önnuðust GuSm. Hannesson og Gunnl. Claessen. I. Formaður skýrði frá störfum félagsins. HefSi minna komist í verk en stjórnin hafSi óskað, en nokkuS eigi aS síSur. Eitt af því helsta væri, aS fengist hefSu stöður viS sjúkrahús handa 3 kandidötum. FlafSi stjórn- in áSur átt í samningum,1 um stöSur handa nokkrum íslenskum kandidötum viS spítala i Khöfn, en þeim umleitunum spiltu íslensku mennirnir i lög- jafnaSarnefndinni. DómsmálaráSherra vildi þó bæta úr þessu aS nokkru og félst á aS stofna þessar 3 kandidatastöSur hér heima og er líklegt, aö staSir þeir, sem kandidatar starfa á, breytist eftir ástæSum. Reynt hefir og veriS aS koma kandidötum aS í Hamborg. Þá var þaö og gömul félagssamþykt, aS reyna aS útvega barnaskólum vog, sjónprófstöflur, eySublöS fyrir skólabörn og töflur yfir hæS og þyngd. EySublöSin eru nú prentuS, svo og töflur yfir hæS og þyngd, einnig eySublöS fyrir skýrslur um skólaskoöun. Eftir er aS útvega vog- imar og sjónprófstöflur, en ekki örvænt um, aS fram úr því ráöist.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.