Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 6
92_____________________LÆKNABLAÐIÐ f +ijí!í l . 1 L'i:.'i! 1 , „1.!! j 1; ! T“ \ firferö veikinnar og háttalagi hygg eg aö Arni Árnason lýsi rétt í rit- gerð sinni um berklav. í Dalasýslu (Lbl. 1923), og eru helstu atriöin þessi: Veikin gengur yfir sem hægfara farsótt. í hverri sveit vex hún á áratugum upp í hámark og hefir þá tekið oft og einatt tiltölulega fá býli, stundum mörg, alt að %, svo augljóst hafi verið. Úr því dregur smám saman úr henni. í læknahéruðunum þverrar veikin alla- jafna í sumum sveitum, sem lengst hafa haft hana, en vex svo í öðrum (Akureyrar o. f 1.). S ý k i n g i n s t a f a r e i 11 k u m a f berklaheimiilum þar sem veikin helst lengi við og sjúklingar oift fleiri en einn. Að öðru Ieyti eru það einkum heimilismenn, sem sýkja, þeir sem dvelja langvistum með öðrum, ekki síst börnum og unglingum. Öll likindi eru til þess, að veikin hafi ekki enn náð hámarki hér á landi. Pirquets-próf á skólabörnum sýna, að veikin er mjög mismunandi útbreidd í sveitum vorum og landshlutum. Á Akureyri voru 1919 65% + Pirquet, í sumum sveitum Dalasýslu að eins 8%. Ef þess er ekki að vænta, að veikindaaldan þverri fyr en allur almenningur er orðinn smitaður, þá eig- um vér enn langt í land. Eg kem þá að þriðja og mikilvægasta atriöinu: Hvað getum vér gert? Hvaða skerf geita læknar lagt til þess að kveða veikina niður? Ríkið og almenningur hefir lagt meira af mörkum en nokkur gat búist við. Hvað höfum vér gert? Mikil nauðsyn hefði borið til þess að vér gætum svarað þessari spurn- ingu með fullum skilningi á biologi veikinnar ef svo mætti segja, en eg hygg að þess sé tæpast kostur. Vér höfum fátt við að styðjast annað en þá einu, óvissu leiðarstjörnu sem berklanefndin og berkiavarnarlögin miða alt við : Næmleika veikinnar og einangrun hættulegustu sjúklinganna. Hitt er aftur víst, að margt getum vér gert til þess að framkvæmd berklavarnarlaganna verði hálfu betri en hún er nú Úr því að vér gerum svo dýra tilraun, sem herklavarnirnar eru, því ekki gera hana sem full- komnasta? Eg skal nú drepa stuttlega á þau atriöi, sem mér hefir komið til hugar að miklu sé ábótavant u'm, þó minst hafi eg á þau fyr. Eg vil þá fyrst benda á, að utan Rvíkur veltur alt á héraðslæknunum, kunnáttu þeirra, áhuga og framkvæmdum. En eru þeir allir svo færir í að þekkja veikina á byrjunarstigi sem skyldi? Eiga þeir allir smásjá og kunna að nota hana?1 Eg býst við, að mörgum sé áfátt í þessu, og tel það ekki nema eðlilegt, eftir því sem allar ástæður eru. 1) Úr þessu getum vér bætt að miklu leyti með námsskeiöi fyr- i r 1 æ k n a í berklafræðum, annaðhvort á Vífilsstöðum eða Kristnesi. Sanngjarnt væri, að læknar fengju ókeypis mann í sinn stað meðan þeir væru fjarverandi. Vér þurfum hvort sem er vara-héraðslækni og held- ur tvo en einn. 2) önnur krafa er sú, að vér vitum með fullri vissu um útbreiðslu veikinnar og miklu betur en nú er. Þetta verður ekki framkvæmt nema með sérstakri, fyrirhafnarsamri r a n n s ó k n, en héraðslæknar ættu að skoða liana skyldustarf. Það hafa og ýmsir erlendir læknar gert. Henni mætti haga þannig, að læknir á 1—2 árum rannsakaði hvert heimili í hér- aðinu. Ef þetta þætti ókleift, má fá nokkra leiðbeiningu um berklaheim-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.