Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 99 ÞaS er fullsannaö, að ultrafjólubláu geislarnir verka bæSi læknandi á beinkröm og hindra aS sjúkdómurinn geri vart viS sig. ÞaS er líka göm- ul reynsla, aS mönnum og skepnum, sem lifa innilukt í dimmum húsa- kynnum, hættir meira en öSrum viS aS fá beinkröm. Þar sem þaS er aðal- lega fátæka fólkiö, sem býr viS svo léleg húsakynni, hefir fæSunni, sem yfirleitt er aS sama skapi léleg, veriö kent um. Ekki á þetta samt við á hidlandi, þar sem börn efnaöa fólksins eru eftir Purdah-lögunum lokuö inni, en fá nógan og góöan mat, en börn fátæka fólksins lélegan mat en nóg sólskin. Eftir frásögn Hutchison’s þekkist beinkröm þar varla meSal fátæklinganna, en er aftur á móti algeng meSal efnaSa fólksins. H u 1 d s c h i n s k y varö fyrstur manna til aS sýna fram á, aö hægt er aö lækna beinkröm hjá börnum með því, aö geisla þau meS kvarz- lampa. Unger & Hess hafa fengiö svipaöan árangur meS því, aö geisla meö sólskini. Röntgen-geislar eru alveg áhrifalausir. Sólarleysi á vafalaust sinn þátt í aö beinkröm kemur fram, en viö eig- um ekki meS aS fullyrSa, aö þaö sé eina eöa jafnvel aSalástæöan. Aö minsta kosti kemur ýmislegt fleira til greina. Ekki einungis fæöan, sem sýnilega hefir mjög mikiS að segja, heldur lika hreyfingarleysi, og sér- staklega viröast lífshættir og menning ráöa miklu. Hjá þjóSum á Iágu menningarstigi þekkist varla beinkröm, þótt þær lifi í lélegum, dimmum húsakynnum, viS lélegt fæöi. Aftur á móti ber mest á sjúkdómnum í stærri borgum, þar sem allir lífshættir eru fjarlægastir náttúrunni. Þar hefir beinkröm fundist hjá 80—100% af börnum. Tölur þeirra, sem rann- sakaö hafa útbreiðslu sjúkdómsins í ýmsum löndum, eru sennilega ekki fyllilega sambærilegar, þar sem allir miða ekki viö þaö sama, einn kallar máske beinkröm þaö sem annar myndi telja fysiologiskt. Ennfremur er svo aö sjá sem beinkrömin komi ekki alsstaöar eins fram. M. B. Schmidt hefir t. d. séS töluverðan mun á beinkröm í Zúrich og Straszburg. Hér á íslandi hefir aldrei verið gerS nein rannsókn, til aö athuga hve útbreidd beinkrömin er. Schleisner getur um 7 tilfelli af beinkröm, sem hann hafi séð hér, en lýsir þeim ekkert nánar. í heilbrigöisskýrsl- iinum, sam út hafa komiö, hefi ég ekki fundiS getiö um nema eitt og eitt tilfelli, án þess aö nokkurar upplýsingar fylgdu meö. í erlendum bókum sér maður ísland taliö meöal heimskautalandanna, þar sem læinkröm þekkist ekki. ÞaS er óneitanlega leitt, að viö skulum ekki geta gefið greiö og áreiSanleg svör, þegar viS erum spuröir um hve mikið sé um beinkröm hér. Okkur er vist óhætt aö segja, aS mikiö beri ekki á sjúkdómnum, cn hann er þó vafalaust til. Spurningin er því, hve algengur hann er. Þaö er engan veginn vandalaust að gera þær rannsóknir, sem þurfa til ]æss aö geta svaraö þeirri spurningu, svo í lagi sé. ÞaS er nefnil. oft mjög erfitt aö skera úr, hvort óljós klinisk einkenni sé beinkröm eöa ekki. Hjá heilbrigöu barni er hægt að ])ukla geislungamótin, og ekki er unt aö draga línuna milli byrjandi rachitis og þess, sem heilbrigt er. Eins er líka erfitt að skera úr, hvort epifysis sé stækkuð eöa ekki. Manni getur fundist hún stækkuö. ef mikil fita er í kring, og líka ef fitan er of lítil. Fyrir ca. 4 árum var stofnuS nefnd í New Haven í Bandaríkjunum til aö rannsaka beinkröm. Hún viröist hafa unniö vel, enda skorti hvorki fé né fólk, svo að ekkert þurfti að spara. Þessi nefnd diagnosticeraöi beiri-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.