Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 16
102 læknablaðið SamrannsóknablaÖ fyrir rannsóktiir á torfbæjum, var samiö og sent út. en aöeins 2 læknar hafa enn sent útfylt eyöublöö og mega þa'ö heita dauf- ar undirtektir. Til samanburöar má geta þess, aö formaður mæltist til þesS viö einn bónda, að hann athugaði torfbæi í sitlni sveit á likan hátt. Sendi hann um 30 uppdrætti af bæjum þar. Innheimta á félagsgjöldum hefir verið ófullkomin undanfarið og nokk- uö hefir verið úr þvi bætt, svo sem gjaldkeri mun skýra frá. Allmargir af ungu læknunum hafa verið utan félags. Hefir þeim nú öllum veriö skrifað og hækkar eflaust félagatala aö mun, því að vonandi veröa þeir fáir, sem ekki vilja fylla hópinn, er eftir er leitaö. Um endurskoðun á skýrslueyðublöðum lækna hefir stjórnin margsinnis rætt við landlækni, en þó komst ]>etta mál ekki i framkvæmd fyrir síð- ustu áramót. Þvi mun þó meg'a treysta, að breytingin ikomist á um næstu áramót og er fult loforö landlæknis fyrir því. — Þá hefir og heilbrigðis- stjórnin fallist á, að láta gefa heilbrigðisskýrslurnar út árlega, en svo dræmt hafa skýrslur kjomið frá læknum, að enn er ekki fariö að vinna úr 1927, en 1926 er nú fullprentað. Annars hefir stjórnin skrifað ráðuneytinu um ýmsar félagssamþyktir, sem ekki hafa komist i framkvæmd (sundkenslu í skólum, kenslu í heilsu- fræði, rannsókn á sullaveiki, endurskoöun á heilbrigðislöggjöf, hreinsun- artæki fyrir sjómenn til að verjast kynsjúkdómum o. fl.). Er ekki örvænt um, aö einhverju aif því verði sint síðar. Ýmisleg stéttarmál hefir og stjórnin rætt og athugað. Viðvikjandi veit- ingu Reyk'dælahéraðs þótti ekki vert aö láta til sin taka að svo stöddu, enda var þess ekki óskað og Haraldur Jónsson þá utanfélags. — Þegar þaö kom svo siðar i ljós, aö dómsmálaráöherra muni það ekki fjarri skapi, eöa hans flokki, aö láta héraösbúa kjósa sér lækna, ritaöi formaöur honum „privat“-bréf um þetta mál og gat þess, hvað liann teldi athugaverðast viö þetta frá sjónarmiði lækna, en stjórnin sendi ö 11 u m í s 1. 1 æ k n u m b r é f viðvíkjandi þessu máli og fleirum. Aö eins 15 svör hafa komið til þessa, í stað þess að þau hefðu átt að vera yfir 100. Koma máske síöar. — Að lolcum má geta þess, að stjórnin tók svari lækna er „Skýrslan, sem öllum er til skammar" kom út. — Þá hefir og stjórnin haft í hyggju að reyna til að útvega læknum ódýrar umbúðir. Ýmislegt hefir gerst á þingi og i landsstjórn, sem fél. hefir ekki búist viö aö geta haft áhrif á, svo sem nýju bannlögin með öllum sektunum, skipun berklavarnastjóra m. m. Er oftast torvelt að eiga við þau mál, sem „pólitík“ stendur á bak við. Gjaldkeri félagsins lagöi fram. endurskoðaðan reikning. Sjóður er nú 1994 kr. og eignir félagsins alls 2199 kr. Af árgjöldum innheimtust á árinu 435 kr. II. Dó'cent Níels Dungal flutti fyrirlestur um beinkröm. (Birtist í Lbl.). Hafði dr. L. Gmelin ekki getað koinið því við aö sækja fundinn. Páll Kolka. Beinkröm ekki fátið í Vestmannaeyjum á lágu stigi. Öll börn 8—9 ára hafa skemd í 1. molar. Gagngerð athugun á b. sé tæpast öörum fær en þeim, sem geta gert efnarannsókn á blóði. þ. e. í Rvik. Skema mætti þó gera fyrir alla lækna um þau atriði. sem þeir geta at- hugað. Taldi liklegt, að veikin legðist i ættir, máske vegna þess, að húðin njóti misjafnlega ljóssins. Inifection kynni og að spilla, sérstaklega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.