Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
95
beinkröm er ekki til, þó aö því hafi oft veriö haldiö fram, og ekki er
þaö heldur rétt, aö beinkrömin byrji á höföinu og breiðist þaöan út um
allan líkamann.
Að vísu er ekki alstaöar jafnmikiö af kalklausum beinvef, það getur
maöur sannfært sig um meö berum augum, meö því aö skoöa rachitis-
beinagrind. LFndir beinhimnunni sjást þykkildi miklu meiri á einum
stað en öörum. Þetta stafar samt ekki, eins og sumir hafa haldið, af því
aö sjúkdómsorsökin verkaði meira á einn staö, en annan. Viö vitum, aö
beinin vaxa mismikið, að vöxturinn er sérstaklega mikill í hinum svo-
kölluöu vaxtarcentra, nl. beinhitnnunni, og á takmörkunum milli brjósks
og beins (í epifysis) í skaftbeinunum. Viö beinkröm finnum viö breyting-
arnar langmestar þar sem beinið hefir vaxiö mest; þar er mest af kalk-
Iausum beinvef. P o m m e r hefir bent á annað, sem er eftirtektarvert,
sem sé aö sérstaklega mikið myndast af kalklausum (osteoid) vef þar
sem sinar, fasciur og vöðvar festast á beinin, og þar sem beinmyndunin
því normalt er meiri en annars, fyrir aukna, mekaniska irritation. Eins sýn-
ir sig líka, að meira ber á kalklausum vef í fysiologiskum beygjum, þar
sem meira reynir á beinið.
Við skulum virða dálitiö nánar fyrir okkur þessar breytingar í bein-
unura, því aö framar öllu öðru eru það þær, sem við þekkjum sjúkdóm-
inn á. Til þess að okkur veröi munurinn ljós, verðum við fyrst að rifja
upp fyrir okkur hvernig beinmyndunin fer fram normalt. Þau sem mynd-
ast úr bandvef (hauskúpubein) vaxa fyrir það, að osteoblastar, sem liggja
innan á beinhimnunni, mynda beinvef, sem kalkið síðan sest í. Osteoklastar
naga beinið að innan jafnóðum og osteoblastarnir hlaöa utan á þaö, svo
að heilábúið stækkar. Skaftbeinin gildna með sama móti, sem sé fyrir
beinmyndun frá osteoblöstum beinhimnunnar, en lengdarvöxturinn geng-
ur út frá brjóskinu í metafysis beinsins. Frá beinhimnunni ganga æðar
inn í brjóskið, eyða því, svo að merghol myndast. Brjóskið, sem upp að
mergholinu liggur, undirbýr beinmyndunina og millifrumuvefur þess kalk-
ast, en sjálfur beinvefuriim myndast víst af osteoblöstum frá mergnum.
Mergurinn sendir æðar inn í brjóskvefinn. og viröist svo sem æðarnar
opni brjóskhylkin og eyði frumunum, en inillifrumuvefurinn kalkar. Mörk-
in milli brjósks og beins eru normalt mjó, bein lína, seni' myndast viö
það að mergæðarnar ganga allar inn í brjóskið í sömu hæð, eða réttara
sagt sama fleti, sem tekur sig út eins og bein, rauð lína þegar beinið
er skorið sundur eftir endilöngu.
Viö rachitis lítur þetta töluvert öðruvísi út. í staöinn fyrir beina og
mjóa línu, sjáum viö ólögulega breitt band af hálfgagnsæjum brjóskvef.
Milli brjósksins og harða beinsins sést oft lag af allþéttum. kalklausum
beinvef (osteoid), og þetta lag, sem getur verið nokkrir centimetrar á
breidd, er að nokkru leyti sveigjanlegt. Kalklausi vefurinn og brjóskið
er fyrirferðarmeira normalt (kvantitet viröist eiga aö bæta upp lélegt
kvalitet) og því er það, að beinin verða óeðlilega fyrirferöarmikil og
uppblásin (tvöfaldir liöir). Mikroskopis'kt sér rnaður óeðlilega þykt brjósk-
lag þar sem brjóskfrumurnar liggja í rniklu lengri súlum en normalt, og
þegar nær dregur beinskaftinu sjást þær liggja í eyjum á víð og dreif
og allavega óreglulega, oft í breiðum beltum. I brjóskinu sjást á stangli
kalkaðar eyjar. Eftirtektarvert er að sjá mergholið, hvernig það sendir