Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 22
jo8 LÆKNABLAÐIÐ væntanlegrar lækkunar launa. Æskilegt væri ]jví aö fá nýja, vel samda gjaldskrá. Þýska gjaldskráin hefir vi'öa veriö tekin til fyrirmyndar (lögö fram til sýnis) og mun veröa svo hér. Þýski lágmarkstaxtinn er mjög lágur, en færist upp í tífalt, ef efnamaöur á í hlut. Sjúkrasamlögin í Þýska- landi fara út í æsar eftir gjaldskránni. Eölilegast væri aö taka ekki síöur tillit til læknataxta á Noröurlöndum, t. d. í Noregi, þar sem hag héraös- lækna að mörgu svipar til þess, sem hér er. Læknafélag íslands þarf, auk landlæknis, að hafa tillögurétt um taxtann, þegar ný gjaldskrá fyrir hér- aöslækna verður samin. Bar fram svohljóöandi tillögu : „Fundurinn telur heppilegt, að gjaldskrá fyrir héraðslækna sé endur- skoöuö og felur stjórn Læknafélags íslands að leita samvinnu viö heil- brigöisstjórnina í þessu máli. Væntir hann þess, að tekiö veröi þá tillit til læknataxta í Noregi og einnig til vaxandi skatta hér og lágs gengis á peningum.“ Páll Kolka. Legg áherslu á aö samkvæmt væntanlegT.un taxta verði geröur glöggur munur fátækra manna og ríkra. Magnús Pétursson. Óttast að farið veröi aö hreyfa viö læknatöxtun- um, vegna þess, aö bæði löggjafarvald og aörar stéttir telja of vel gert viö lækna. Ólafur Finsen. Vil láta taxtamálið liggja kyrt, enda hefir landlæknir taliö, að héraöslæknar þurfi ekki að fylgja gamla taxtanum. Þorgrímur Þórðarson. Mótfallinn því, aö Læknafél. beiti sér fyrir taxtabreytingu. Óttast jafnframt launalækkun. Árni Árnason. Tillaga um taxtabreytingu er ekki frá héraöslæknum runnin. Vafasamt aö hreyfa viö taxtanum. Sú stefna er aö koína fram, aö afnema alla aukaborgun til opinberra embættismanna. Hætt viö að læknar verði þá látnir sitja við sömu laun og nú. Gunnl. Claessen bar fram svohljóðandi tillögu: ,,í trausti þess, aö stjórn Lf. ísl. sé á verði fyrir hönd héraðslæknanna, ef til þess kemur, að heilbrigöisstjórnin ætlar sér aö Ijreyta gjaklskrá hér- aðslækna, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá.“ Guðm. Hannesson. Varasámt aö láta núverandi ástand haldast óbreytt, lausn þarf að fá i málinu. Kjör lækna eru lakari en t. d. kaupfélagsstjóra, og því þörf á, að læknastéttin sé ,,agressiv“ og beri fram kröfur um fulla greiðslu fyrir aukaverk. Dagskrártillaga Gunnl. Claessen samþ. meö öllum greiddum atkvæöum. Þá var fundarhlé frá kl. jl/2—8]/2 e. h. en þá hófst fundur á ný og var tekiö fyrir: VI. Veiting læknaembætta. Guðm. Hannesson. Viö veitingu Stykkishólms og Seyðisfjaröarhéraöa hefir veriö gengið á móti tillögum landlæknis, en veitt samkv. óskum nokkurra héraðsbúa á hverjum stað. Fyrir læknum hefir ætíö vakaö, að embætti skuli veitt fyrir merita og samkv. anlcienniteti. Tillögur landlækn- is hafa verið á þá leið, aö hann hefir mælt með þeirn, sem honum hefir sýnst færastur, en að ööru jöfnu hafa eldri læknar setiö fyrir. Hefi skrif- aö dómsmálaráðherra einkabréf um þetta mál. Getur komið til mála, aö læknar þurfi að halda á fullum og traustum samtökum, ef til ósættis kem-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.