Læknablaðið - 01.12.1928, Side 4
LÆKNABLAÐIÐ
162
köst mega heita algeng. EyÖa þau þrótti sjúklingsins, sem oftast þarf á
öllu sínu aÖ halda, auk þess sem þau geta sprengt fyrirbönd og saumaskap,
og eyÖilagt þannig aÖ nokkru eÖa öllu þaÖ, sem gert hefir veriÖ. Enn má
nefna, að etherinn er eldfimur, svo að með varkárni verður að fara með
loga, rafmagnsneista eða ferrum candens nálægt honum.
Að vísu rná nota staðdeyfingu við marga sjúklinga, sem ekki þola ether-
svæfingu, og satt er þaö, að staðdeyfinguna mætti nota meira en gert er.
En hún hefir einnig sína galla. Það er töluvert stell, sem henni fylgir, og
eykur undirbúning undir aðgerðina að miklum mun. Þar sem flestir læknar
hafa nú tima af skornum skamti, og sama gildir um hjúkrunarfólk, er eðli-
legt að staðdeyfingarnar séu sem mest takmarkaðar viö þau tilfelli, sem
þær eru öldungis óumflýjanlegar við. Þar við bætist, að staðdeyfingin tekst
ekki ætíð vel, sjúklingarnir finna til, þótt deyft sé, og kveinka sér, er teygt
er á peritoneum. Oft getur einnig verið erfitt að fá þá vöðvaslöppun, seni
æskileg væri.
Enn má minnast á chlorœthyl; en áhrif þess eru svo skammæ, að það
kemur ekki til rnála nema við smæstu aðgerðir.
Þegar litið er nú á ókostina við eldri svæfingar- og deyfingar-efnin, er
eigi að undra, þótt rnenn hafi leitað að einhverju efni. sem væri síður eitr-
að en þau, og þægilegra fyrir lækni og sjúkling.
Þetta efni er til. Það er glaðloftið.
Svo hefir verið nefnd (próf. Guðm. Finnb.) lofttegund sú, er á döhsku
heitir Lystgas, en á ensku loughing gas. Kemiska heitið er Kvælstofforilte;
e. nitrous oxyd, Formúlan cr N‘>0. Það er unnið úr saltpéturssúru am-
moníaki, með því að hita það upp. Við kólnun og þrýsting verður það
fljótandi, og þannig gengur það kaupum og sölum á sterkum stálhrúsum.
Glaðloftið er ekki ný uppgötvun. Það fanst 1780, af Sir Hiunprey Davy.
En hinar merkilegu verkanir þess voru þó ekki fundnar fyr en 1844, er
efnafræðingur einn, Colter að nafni, fór á fyrirlestraferð til Ameríku. Hafði
hann með sér glaðloft i brúsum, og lét nienn koma upp á pallinn til sín og
anda því að sér, til mikillar skemtunar fyrir áhorfendur. Meðal áhorfenda
var tannlœknir einn, Wclls að nafni. Tók hann eftir því, að náungi einn
hafði andað heldur miklu að sér, féll og meiddi sig, án þess að finna nokk-
uð til. Datt honum j)á það snjallræði í hug, að draga mætti úr tönn í vím-
unni. Lét hann nú draga úr sér tönn næsta dag, í glaðloftsvimu, og fann
ekki vitund til, og sjá! nú var runnin upp ný öld í tannlækningum. Á lækn-
ingastofunni hjá Wclls þessum, vann Morton sá, sem uppgötvaði etherinn
sem svæfingaríyf, nokkrum mánuðum eftir ])etta. Tveim árum seinna fann
svo Simpson í Edinl)org chloroíormið, og þar sem auðvelt var að gefa það
og ether, við langar aðgerðir, jókst notkun þeirra ört, en glaðloftið gleymd-
ist að mestu.
Það var ekki fyr en 1868, að Andrews i Chicago datt það snjallræði í
hug að blanda saman súrefni og glaðlofti, til svæfinga. Voru nú gerðar
margar tilraunir með N20-CX blöndu, en gekk misjafnlega, þar til McKes-
son í Tóledó í Bandar. fann upp vél sína, til að svæfa með glaðloíti. Það
var 1906. Síðan hefir notkun þess farið mjög í vöxt, og er nú tala glað-
loftssvæfinga yfir x milj. árlega, í Bandaríkjunum einurn saman.
Þaö sem veldur svæfingu, er súrefnisskortur í taugakerfinu. Æðri mið-
stöðvar í taugakerfinu slappast fyrst, svæfingarefnið rýfur sambandið milli