Læknablaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
165
Ædahuútalœkning með Iyfjaídælingu.
(Stutt yfirlit).
Eftir Steingr. Matthíasson.
Einhver fyrsta hancllæknisaÖgerÖ, sem mér var leyfð, sem aÖstoðarlækni
á Frederiksberg-sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, var: rescctio venœ saph.
magnœ, vegna æðahnúta á ungri konu. Mér er það minnisstætt, að þá (fyrir
25 árum) var litið á þetta sem meiri háttar aðgerð, og sjúklingurinn látinn
liggja í 6 vikur, með hækkaðan fótagafl og báða fætur vafða upp á læri,
til þess að koma í veg fyrir complicationir, og til þess að tryggja sér góðan
árangur. Seinna kom Babcocks óperation til sögunnar, og þótti mikil fram-
för. En mest er þó framförin orðin nú, síðan takast ntá með lyfja-ídælingu í
eitt eða fáein skifti, sársaukalaust, að eyða slæmum æðahnútum, án þess
að þurfa nokkuð að láta sjúklinginn leggjast í rúmið.
Eg fyrir mitt leyti hefi verið heldur tregur á að taka upp þessa nýju,
handhægu aðferð, vegna þess, að eg hefi heyrt og lesið um, að af henni
hafi sjúklingar beðið bana. í Brit. med. Journal hefi eg séð þess getið, að
slíkt hafi komið fyrir hjá stöku læknum, bæði í Frakklandi og i hinum
enskutalandi heirni, og í Danmörku veit eg um tvo sjúklinga, sem dóu.
Stefán Stefánsson kollega í Aars sagði mér nýlega í bréfi, af karli, sem
nágrannalæknir hans misti, og í Ugeskrift for Læger, 6. jan. 1927 segir
Dr. Svend Lomholt frá sextugum karli, sem dó hjá honum, og segir hann
það vera í fyrsta skifti, sem slíkt hafi komið fyrir í Danmörku, svo birt
hafi verið á prenti, og hafa þó mjög margir læknar þar notað aðferðina á
seinni árum. í öll skiftin var það embolia art. pulm., sem var dauðamein-
ið, og hlaust af því að thrombosis varð meiri en til var ætlast, og gaf til-
efni til að æðakökkur losnaði, nægilega stór til að valda slysinu.
Nú berast hinsvcgar i flestum læknatímaritum svo tíðar fréttir um góð-
an árangur og hættulausan, frá ýmsum læknum, er aflað hafa sér mikillar
reynslu, að óhætt virðist með nokkurri varúð, að ráða flestum sjúkling-
um til aðgerðarinnar, enda sýnist hún alstaðar ryðja sér til rúms.
Hvort æðahnútar eru eins algengur kvilli hér á landi eins og í öðrum
löndum, skal eg láta ósagt. Ef eg ætti að dæma af því, hve oft sjúklingar
hafa lagst á spítalann hér á Akureyri, í minni tíð, til aðgerða vegna æða-
hnúta, þá skyldi niaður halda, að kvillinn væri fátíður. Því frá 1907, er
eg tók við sjúkrahúsinu, og þar til nú, hefi eg aðeins 3svar sinnum gert
resectio vcnœ saphcnœ og 3svar sinnum Babcocks óperation. En þegar eg
minnist þeirra mörgu sængurkvenna, sem eg hefi séð með æðahnúta, og
ýmsra manna og kvenna, sem hafa leitað mín með meiri eða minni æða-
hnúta og ulccra cruntm eða eczcma varicosum, en sem hafa látið sér nægja
smyrslalækningu eða umbönd, þá grunar mig, að hér sé líkt og annarstaðar,
að æðahnútar séu yfirleitt tíöur kvilli, og komist nú í móð hjá okkur, eins
og ytra, að notfæra sér hina fljótu og róttæku nýju lækningaraðferð, þá
koma sjálfsagt fleiri sjúklingar i leitirnar en nokkru sinni áður.
I Tidskr. f. d. norske Lægeforening, April 1928, segir Sofus Wideröe
frá 140 æðahnútasjúklingum, sem hann hefir læknað með inndælingu lyfja
— einkum sol. salicyl. natrici 25—30%. Alls þurfti hann að dæla í þessa