Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1928, Side 14

Læknablaðið - 01.12.1928, Side 14
172 LÆKNABLAÐIÐ Af undirtektunum er það skemst að segja, a'Ö svo má licita, að allir lœkn- ar líti líkt á þcssi mál og stjórnin gerði i bréfinu, Þeir eru fúsir til'þess að gera enga samninga, sem koma í bága við hagsmuni stéttarinnar án vitund- ar og vilja stjórnarinnar, og stjórninni vilja þeir fylgja, ef í odda skerst, auð- vitað með því skilyrði, að alvarleg vandamál séu þó borin undir lækna í hvert sinn. Allir eru mótfallnir því, að almenningur kjósi héraðslækna. Vér ættum því ab geta staðið sem einn maður allir, ef vér erum beittir ójafnaði eða viljum koma góðu máli fram. Hins vegar munu og allir sam- mála urn það, að gæta hófs og sanngirni í öllum málum. Hjá hinu verður ekki komist á þessum tímum, að læknastéttin gæti sinna bagsmuna engu síður en aðrir. Af athugasemdum lækna má geta nokkurra (ágrip) : 1) „Mér finst það óþarfa getsakir, að drótta þvi að lœknmn, að einhver þeirra hafi komið umburðarbréfinu í hendur dómsmálaráðherra. Bréfið var prentað, og einhver annar gat náð i það, t. d. prentsmiðjufólkið." Þessu er fljótsvarað á þann veg, að mér er kunnugt um það, að læknir skaut bréfinu að dómsmálaráðherra, og ekki kæmi mér á óvart, þó hann liafi hlotið fulla fyrirlitningu hans að launum, hvað sem uppi hefir verið látið. 2) „Mér fanst ekki laust við að í bréfinu kæmi t'ram viðleitni að blanda almennum stjórnmáhim inn í félagsstarfsemi lækna. Mér er þaö ógeðfelt. Mótfallinn kosningu lœkna. Gefur minni tryggingu fyrir því, að hæfir menn veljist í stöðurnar, heldur en ef læknisfróðir menn’ráða valinu. Þó vildi eg ekki, að félagið beitti sínu „mikla valdi“ til þess að hindra slík lög. Sé ekki neitt athugavert við, að ríkisstjórnin feli lœknttin, scm cru cmbœttis- mcnn ríkisins, lœkningu á sjúklingum, sem hún kostar, svo sem berklasjúkl. Eg get ekki liugsað mcr betri úrlausn á lœknamálinu, cn að lœknar yrðn fastlaunaðir ríkisstarfsmenn, sem íengju enga scrstaka borgun fyrir unnin verk. Að breyta fyrirkomulaginu i þessa átt yrði þó mikið vandaverk.____“ — Skoðanir þessa læknis koma í bága við álit flestra lækna, og er erfitt aS svara þeim í fám orðum. í umburðarbréfinu er ekkert orð, sem sérstaklega taki til íslenskra stjórnmála, en hjá hinu verður ekki komist, enda væri það heimska ein, að taka ekkert tillit til rcynslu annara þjóða, og að henni er vikið í bréfinu. Það er alls ekki ný stefna, að setja lækna á föst laun og borga þeim ekki sérstaklega fyrir unnin verk. Hún hefir verið rædd og reynd og gefist illa, enda veit eg ekki dæmi til þess, að læknafélög hafi stutt hana. Ef að vanda lætur yrðu launin svo, aö litt yrði við þau unandi, en kvabbið hins vegar endalaust og ferðalög, því alt starf læknis væri ókeyp- is. Eftir nokkurn tíma færi læknirinn að letjast á snúningunum og verða tregur til ferðalaga út úr litlu efni, yrði svo óðara kærður og þeim degi fegnastur, er hann losnaði úr þrældómnum. Svona gerðist sagan ytra, og eng- in líkindi til að hún yrði betri hér. Eins og sagt er í bréfinu, vrðu læknar leiksoppur í hendi stjórnmálamanna og héraðsbúa, en launin síst meiri en til hnífs og skeiðar. Um það, að sérstökum embættislæknum séu faldar berklalækn. o. fl. segir annar héraðslæknir: „Mér finst það eðlilegt og sanngjarnt, að ríkið og sveitastjórnir borgi eftir lægsta taxta fyrir þurfalinga sína, þ. e. héraðs- læknataxta, en ástæðulaust að leyfa ekki sjúkl. að nota hvern lækni, sem

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.