Læknablaðið - 01.12.1928, Qupperneq 18
176
LÆKNAB LAÐIÐ
an og óbeinan kostnað við hvern sjúkling. Eru læknar, uni leið ög þeir út-
fylla læknisupplýsingaeyðublöðin, vinsamlega beðnir að líta eftir því, að
þessi kostnaðareyöublöö séu útfylt eins nákvæmlega og unt er, og að sá
af aðstandendum sjúklingsins geri það, senr best veit um allan kostnað
við hann.
Það er mjög mikilsvert, að íá sem nákvæmastar upplýsingar um kostnað
landsmanna við geðveika sjúklinga. Er hann í sumum sveitum gífurlegur.
30—too krónur á dag, fyrir hvern sjúkling, auk óbeina kostnaðarins. Með
þvi að vita um kostnað þann, sem er við geðveika, undir núverandi fyrir-
komulagi, fæst bending um það, live mikið hið opinbera rninst megi á sig
leggja þessara sjúklinga vegna.
Hingað til hefir yfirleitt það eitt tillit verið tekið, er um geðveika hefir
verið að ræða, að gæta hagsmuna hinna heilbrigðu.
Tilverurettur geðveikra er langt frá því, að vera alment viðurkendur.
Sú sjálfsagða mannúð og hluttekning, sem menn sýna hverjum öðrum sjúk-
um, finst ennþá ekki meöal fól.ks alment, þegar geðveikir eiga í hlut.
Það eru vinsamleg tilmæli ti! lækna, að tilkynna undirrituðum, ef þeir vita
um fleiri geðveika sjúklinga í héraði sínu eða praxis, en þá, sem sótt verður
um spítalavist fyrir, nöfn þeirra og heiinilisfang, til þess að fáist sem ná-
k'væniust tala allra geðveikra í landinu.
Helgi Tórmsson, pósthólf 821, Reykjavík.
Bmbúðakaupui.
Svo mun flestum finnast, sem verð á umbúðum hafi verið óhæfilega hátt
undanfarið, og var því samþ. á síðasta Læknaþingi, að félagsstjórnin skyldi
reyna að ráða nokkra bót á þessu. f þetta sinn vildi stjórnin ekki ráöast. í
það, að kaupa beinlínis umbúðir fyrir félagsmenn, en leitaði tilboða og at-
hugaði útlendar verðskrár. Þóttu best þau kjör sem heildsali Iv. K. Thom-
sen bauð á algengustu umbúðum, en fleiri tegundir fást og. et um er beðið.
\rerðið var þetta i Reykjavik:
Grisjubindi 5 cm X 4 rn (24 þráða) ____________________________kr. 0,12
---- 8 — 0,19
Grisjubindi steril 2 au. rlýrari.
Kompressur íoX 10 cm í dósum á 50 stk. steril, hver dós________— 0,65
Sterkjubindi 8 cm X 4 m _________________________________________— 0,30
Hvít bómull II kval. too grm_____________________________________— 0,70
—----------5oo — --------------------------------------- — 3,15
Pravazdælur(Record) ínikkluðu látúnshylki til að sterilisera á, 2grm — 4.60
Samskonar dælur á 10 grm_________________________________________— 7,50
Err-Eff holnálar úr ryðfríu stáli (Record) nr. 2, 14, 18. tylftin __ — 3,00
Verðið er miðað við borgun út í hörnl og ekki gert ráð fyrir lánsverslun.
sem öllum er til ills eins. Héraðslæknum er oftast hentast að fá vörurnar
pantaðar í tæka tíð og sendar beint frá verksmiðjunni, því að aukakostnað-
ur legst á þær við útsendingu frá Rvík.
Birgðir af umbúðum þessum veröa innan skamms hér i Rvík (auglýst
síðar) og geta læknar sent pantanir sinar til heildsala K. K. Thomsens, Rvík.
P. O. Box 666. Æskilegt er að tekin séu ekki færri en 10 bindi af hverri
tegund í einu, þvi um þau er búið í sérstökum umbúðum.