Læknablaðið - 01.12.1928, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐiÐ
179
Ritfregnir.
Die Körperproportionen des honio ccesius von Halfdan Bryn. Trond-
hjem 1928. Det kgl. norske videnskabs selskabs skrifter 1927).
tíók þessi er aðeins 83 þéttprentaðar bla'Ösíöur, og þó er hún í raun og
veru margra ára verk, ni'ÖurstaÖa af feikna vinnu og endalausum reikning-
um, mikill hluti af æfistarfi framúrskarandi dugnaÖarmanns og vinnuvík-
ings. — Habens sua fata libelli.
AnnaÖ er merkilegt við bók þessa: Hún er ómissandi handbók fyrir alla
íslendinga, sem kynnu að fást við mannfræðisrannsóknir hér á landi. Mann-
fræði Norðmanna er þeim einhver liesta leiöbeiningin, en auk þess gerir
höfundurinn ýmsar athugasemdir við tölur þær sem eg fann, og notar
þær víðast til samanburðar.
En hvað þýðir svo orðið „cæsius" ? Eg býst við að sumum komi það
ókunnuglega fyrir. Bjartur eða ljós yrði það liklega á voru máli, en hér
er það haft til þess að tákna bláeygöa. bjarthærða og hörundshvíta nor-
ræna kynið par excellence.
Efninu er skit’t i 4 kafla:
Fyrsti kafli (inngangur) er yfirlit yfir fyrri rannsóknir liöf., sérstak-
lega þær, sem taldar eru í Anthropologia Nidarosiensis. Af ýmsum ástæð-
um var Anthr. Nidaros. ekki að öllu svo skýr og skipuleg sem æskilegt
var, og erfitt að átta sig á sumum atriðum. Hér leysir höf. úr þeim gát-
um með stuttu, glöggu yfirliti yfir málin og önnur meginatriði. Líkams-
bygging Þrænda sést hér ljóslega, að svo miklu leyti sem sjá má af venju-
legum mannamælingum. En nú eru Þrændur og aðrir strandabúar í Noregi
blandað kyn. Meðaltölin sýna því engan veginn hvernig likamsmál og
likamshlutföll hreins norræns kyns myndu vera, og heldur ekki hve breyti-
legt það væri (variations-breidd). Þó væri það mikilsvert að vita þetta.
Það er t. d. ekki fátítt að maður sýnist að öllu norrænn, en er þó lágur
vexti. Að norræna kynið sé yfirleitt hávaxið er alkunnugt, en hvað getur
það verið lægst, án þess að blandað sé, og hvað hæst? Hver eru meðal-
töl likamsmálanna og hver brevtileiki ])eirra ?
í öðrum kafla reynir höf. að svara þessum þýðingarmiklu spurningum.
Hann er um líkamshlutföll á homo cœsius. Höf. hefir farið þá einu leið,
sem fær var, rnælt nákvæmlega 196 menn á nýliðaaldri úr þeim sveitum
i Noregi, þar sem kynið er minst blandað og norrænast. Það liefir nefni-
lega reynst ófullnægjandi að velja úr ljósa fólkið hvar sem er, því kyn-
blöndunin veldur því, að það líkist ætið að nokkru sínum héraðsbúum.
Séu þeir t. d. lágvaxnir, verður hæð ljósa fólksins minni en annars myndi.
Sama hlýtur og að vera i kynhreinustu sveitunum, því eflaust hefir kvn-
ið blandast þar einnig, þó minna kveði að því. Því miður er hvergi að
tala um hreinræktaða ættstofna eða „hreinar línur“. Það fer líka svo, að
höf. telur eina 81 menn af þessum 196 svara að flestu vel til hreins kyns
og telur mál þeirra saman fyrir sig, þó allir séu tiltölulega gott norrænt
kyn. Auk meðaltala allra likamsmála og hlutfalla á þessu úrvalsfólki, til-
færir hann til samanburðar meðaltölin í Svíþjóð, Þrændalögum og Mæri
og íslandi. Er því fljótséð hver munurinn er.