Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Síða 18

Læknablaðið - 01.10.1941, Síða 18
104 LÆKNAB LAÐIÐ ur oft ekki mikil acidosis, þó aS þeir nærist eingöngu á fitu og eggjahrdtu. Fái maSur nægilega mikiö af eggjahvítu meö fitunni, kemst líkaminn fljótt upp á aö vinna úr aminosýrunum svo mik- inn sykur, aS fitan brenni aö fullu. Skorti eggjahvítu á móts við fituna, veröur acidosis mun meiri og stendur lengur. Um diabetes acidosis er svipaða sögu aö segja. Insulin er skilyrði fyrir eðlilegum glycogenforða lifr- arinnar, og þó að nóg sé af kol- vetnum i íæðunni, hjálþar það ekki hót, þar sem mikill hluti þeirra fer forgörðum. Til þess að halda blóðsykri nægilega háum, svo að brennsla gangi betur, þarf lifrin að rembast viö að framleiða óhemju af sykri úr eggjahvítuefnum og fitu, en hagnýting þessara efna er ófullkomin, eins og fyrr er sagt, og verður því afleiðingin acidosis. Chabanier heíir fundið, að ef blóð- sykur hjá heilbrigðum manni er um tíma undir 50—100 mgr% kem- ur fram aceton í þvagi. Þetta mark kallar hann glycæmie critique. Hjá sjúklingum með sykursýki er þetta mark auðvitað miklu hærra og breytilegt, en hjá mörgum þeirra má láta acetonuria minnka eða hverfa. i bili með því að gefa meiri kolvetni og hækka með því blóð- sykur. Aðalráðið við diabetesacidosis er þó vitanlega að gefa insulin í hæfilegum skömmtum. Þá lækkar að vísu um leið glycæmie critique markið, en lifur og vöðvar fá tæki- færi til þess að birgja sig upp af glycogeni og lifrin verður þar með fær um að starfa á eðlilegan hátt. Sé insulinskammtur mjög stór og ekki gefið um leið nóg af kol- vetnum, lækkar Idóðsykur um of og lifrin verður að eyða því glyco- geni, sem henni reið svo mjög á að hafa, og svikamyllan er aftur í fullum gangi. Með þessu er þó aðeins hálf- sögð sagan, því að ketonefnaskipti likamans eru enn lít't rannsökuð, og margt fleira kemur þar til greina. í hypophysis hefir fundizt ketogen hormon, sem þó aðeins nýtur sín ef cortex gland. supra- renalis ei* óskaddaður. Þá er það líka áberandi, að ef kolvetni skortir í fæðunni, verður ketonæmia jafn- an meiri hjá konum en körlum, og gefur það grun um áhrif frá kyn- kirtlum. Þá hefir komið i Ijós, að injectio adrenalini eykur oft veru- lega ketonæmia. Orsökin var talin sú, að lifrin missti mikið af glyco- genforða sínum, þegar adrenalin er gefið. Nýlega virðist Brentano hafa leitt rök að því, aö insulin örfi brennslu ketonefna, en adrena- lin hafi gagnstæða verkun. Margt bendir til, að áhrifa frá taugakerfi gæti ailmikið við myndun eða um- myndun ketona. Clerc o. fl. fundu að sjúklingum með neurosis vege- tativa var mun hættara við að fá ketosis en heilbrigðum, og getið hefir verið um ketosis samfara en- cephalitis, og höfðu ríkuleg kol- vetni í fæðunni þar litil áhrif. Eg hefi verið svo langorður um þessi atriði, sem sumum finnst ef til vill ekki máli skipta, vegna þess, að það gefur manni nokkurn skiln- ing á eðli sjúkdómsins. Og þeg- ar ýmis þessi atriði eru höfð í huga, keinur okkur ekki eins á óvart að mæta sjúklingi, setn erfiður er við- ureignar. Um diagnosis Eg er þeirrar skoðundr, að okk- ur íslenzku læknunum sjáist of oft yfir diabetes. Ástæðan held eg að sé sú, að við höfum lifað i þeirri sælu trú, að sykursýki fyndist hér örsjaldan. Við vanrækjum næsta

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.