Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 21
LÆKNA B LAÐ IÐ 107 heíir minna aS segja, því aö sykur getur fundizt í þvagi hjá sjúklingi meö insulinshock. Aö visu er þvag þaö, sem kemur frá nýrunum með- an hypoglycæmia varir, sykur- laust, en í vesica er það jafnan blandað eldra þvagi. Sæmilega lyktnæmur læknir finnur jafnan acetonlykt ef um coma er aö ræða. andardráttur er þá líka jafnan djúpur og tiður (Kussmauls grosze Atmung). Húð og slím- húðir eru jafnan þurrar, vöðvar slappir, sinareflexar litlir eða eng- ir og oft greinileg hypotonia bulbi. Við coma hypoglycæmic. eru ein- kénni nokkuð mismunandi eftir því hve langt er um liðið síðan það byrjaði og eftir stærð insulin- skammtsins. Acetonlykt er engin, nenta ef sjúklingur með coma dia- betic. hefir fengið allt of stóran insulinskammt og farið yfir í coma hypoglycæmic. Við öndun er að jafnaði ekkert sérstak t athuga- vert, húð er rök og oftast hefir sjúklingurinn svitnað ntikið í byrj- un. Á krampastiginu eru allir vöðvar spenntir og reflexar mjög auknir. Oft er þá Babinski -þ. Ef náð er lömunarstiginu eru allir vöðvar slappir og reflexa vantar. Þá sker oft úr um orsökina, ef upp- lýsingar fást um að krampar hafi verið á undan lömuninni. Bulbi verða heldur ekki hypotoniskir. Sé læknirinn í vafa er sjálfsagt að gefa fyrst drúfusykur intravenöst en ekki insulin. Hjá ungum börnum er diabetes- diagnosis jafnan erfið. Veikin hjá þeim er oftast mjög illkynjuð og byrjar hastarlega. Hjá aðstandend- um er litlar upplýsingar að fá, nema ef vera skyldi, að aðgætin fóstra hefði tekið eftir hörðurn þvagblettum í fötum barnsins. Ef vitað er um diabetes meðal náinna ættingja er það einnig nokkur bending. Sykurþolslínurit manna eru næsta breytileg eftir mataræði dagana á undan rannsókninni. Háa línuritið er frá heilbrigðum manni, sem und- anfarna daga hafði neytt fituríkrar en kolvetnasnauðrar fæðu (50 gr. af kolvetnum daglega). Fyndist svona línurit hjá manni eftir venju- legt fæði, væri réttmætt að álykt,-. að hann gengi með latent diabetes. Næsta línurit er einnig frá santa manni eftir að hann hafði neytt fitu- snauðrar en kolvetnaríkrar fæðu (500 gr. af kolvetnum daglega), og gætir nú næsta lítillar hækkunar á blóðsykri. Neðsta línuritið er einn- ig frá sama manni eftir að hann hafði drukkið saccharinblöndu. — Blóðsykur helst nú óbreyttur eins og vænta mátti. (Himsworth).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.