Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1941, Qupperneq 42

Læknablaðið - 01.10.1941, Qupperneq 42
128 LÆKNABLAÐIÐ hverjar eru orsakir kytisjúkdóma, hversu þeir breiöast út, hversu helst má verjast þeim og lækua þá. Fátækir fá ókeypis lækningu. (A. E. Russel, J.A.M.A. % 40.) Eins og allir vita, eru beinbrot samfara miklunt sársauka og eigi aö síður lagfærsla þeirra og allur umbúnaður. Þá fylgir og brotum mikil blóösókn aö Irrotstaönum, þrútnun á öllu holdinu umhverfis, og allar hreyfingar veröa tregar og sárar. Nú er sagt, aö komast megi hjá öllu þessu á þann ein- falda hátt, að deyfa allt svæöiö með novocain. Til þess er notuö 1—2% upplausn og ekki yfir 10 —30 cc. alls. Ráölegt er aö gefa munnleiðis 0,1—0,2 grm. af „sodi- um amytal“ á undan deyfingunni. Viö deyfinguna er aöallega fariö eftir því, hvar sársaukinn er mest- ur. Við þetta hverfur sársaukinn, sjúkl. geta sjálfir hreyft liö, þótt brotið gangi inn í hann, og lag- færsla á brotinu verður auðveld. Novocaináhrifin hverfa eftir nokkrar klukkustundir, en deyf- inguna má endurtaka, jafnvel dag- lega fyrstu dagana, og flýta fyrir því, að sjúkl. geti hreyft liði, ef brotiö nær til þeirra. Að sjálfsögðu þarf að gæta ströngustu varúðar nteð dauöhreinsun á öllu. Ekki virðist þessi aðferð alls- kostar álitleg, en vera má, að gott sé stundum aö grípa til hennar, sérstaklega er brot ganga inn í liði. (J.A.M.A. % '40.) Þjónstufólk og næmir sjúkdóm- ar. Það eru lög í ítalíu, að allt þjónustufólk skuli liafa læknis- vottorö um það, aö það sé laust viö næma sjúkdóma. Læknisskoð- un er ókeypis og endurtekin með á- kveðnum millibilum. Sekt liggur við (allt að 500 lírur), ef út af er brugðið. (J.A.M.A. '40.) Fyrsti fundur L. R. á þessum vetri var haldinn mið- vikudaginn 8. okt. Árni Pétursson flutti erindi um ])rostitution. Formaður las bréf, sem Rauða Krossi íslands haföi borizt frá landlækni, þar sem hann fer þess á leit að R. K. gangist fyrir þvi, að komið verði upp slysa- stofu í Reykjavík og yrði þar vörö- ur dag og nótt. Fundurinn tjáöi sig fylgjandi þessari hugmynd. Helgi Tómasson ræddi nokkuð uin ekknatrygging- ar. Þá var og rætt ýmislegt varð- andi samninga við sjúkrasamlög. Fundur í L. R. miðvikudaginn 12. nóv. 1941. — N. Dungal prófessor flutti erindi um rannsóknir á beinkrörti í Reykjavik. Urðu nokkrar umræð- ur á eftir. Væntanlega verður er- indið birt i Læknablaöinu, ásamt umræðum. — Þórður Þóröarson minntist á matvælavottorö. Sam- þykkt var tillaga í þá átt, að ekki væri heppilegt að læknum væri fal- in úthlutun matvæla, svo sem á- vaxta, smjörs o. s. frv., enda eng- in trygging fyrir þvi, að umsögn þeirra yröi tekin til greina. Ef þörf væri á slíkri skömmtun, væri rétt að fela sérstökum mönnum úthlut- un þessara matvæla, en læknar gæfu þeim sjúkdómslýsingar. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.