Læknablaðið - 01.01.1946, Qupperneq 34
22
L Æ KNABLAÐIÐ
ið liggur við, reyna það, ef
önnur lyf hafa komið hitan-
um af stað.
Útbrot.
Öll algengustu sulfalyf geta
valdið útbrotum og mjög eru
þau breytileg að útliti. Oft líkj-
ast þau mislingum, en stund-
um svipar þeim mest til skar-
latssóltar. Eftir notkun sulfa-
thiazols, sjást oft úthrot, sem
eru nauðalík erythema nodos-
um. Ef ekki er liætt strax við
lyfin, geta útbrotin magnast
svo, að úr þeim verði derma-
titis exfoliativa. Hjá sjúklingi,
sem fær sulfalyf í fyrsta sinn
verður útbrotanna venjulega
fyrst vart eftir rúma viku. Hafi
hann áður notað lyfin og orð-
ið ofnæmur fyrir þeim, slær
útbrotunum stundum út, þeg-
ar eftir fyrsta skammtinn. Ráð-
legast er að hætta við lyfið und-
ir eins og útbrotanna verður
vart, láta sjúklinginn drekka
mikið eða gefa honum salt-
vatn í æð. Þess má geta, að
óráðlegt er að láta sól skina á
sjúklinga, sem fá sulfalyf, og
ekki mega þeir lieldur vera í
ljósböðum á meðan. Sumir
telja líka röntgengeisla var-
Iiugaverða, og telja, að lyfin
geri menn stundum ofnæma
fyrir hverskonar geislum.
Conjunctivitis og scleritis
sjást ósjaldan, einkum eftir
notkun sulfathiazols, og þykja
varhugavei’ðir fvlgikvillar.
Leucopenia og agranulocytosis.
Leucopenia getur verið af-
leiðing alvarlegrar sýkingar og
eru þá sulfalyf oft eina rétta
meðferðin. Falli liinsvegar tala
livítra hlóðkorna ört á meðan
lyfin eru notuð og komist hún
niður fyrir 4000 (í mm3), má
húast við að hætta sé á ferð-
um, og er þá ráðlegast að liætta
lyfjagjöfinni, nema lífsnauð-
syn megi teljast að halda henni
áfram. Talað er um agranulo-
cytosis, ef hvít hlóðkorn verða
færri en 2500 og neutrophil leu-
cocytar eru innan við 1000 (í
nnn3). Á undan agranulocytos-
is fer oft hitaliækkun, sárindi
i liálsi, höfuðverkur og magn-
leysi. Nauðsyn her til að hætta
þegar við lyfið og auka þvag
með saltvatnsgjöf. Blóðgjöf get-
ur einnig komið að góðu haldi.
Talsvert hefir verið um það
deilt, livort nota ætti sulfalyf
við agranulocytosis af öðrum
uppruna. Einmitt hér hafa
sumir læknar, að því er virð-
ist, fengið góðan árangur af
notkun sulfalyfja og telja þeir.
að þau séu oft það eina, seir
geti hjálpað sjúklingunum til
þess að vinna hug á sýkingu,
sem jafnan er orsök eða fylgi-
fiskur agranulocytosis og ann-
ars myndi riða þeim að fullu.