Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 35 ma meðan liún var þar, en jafnskjótt og liún kom aftur til Reykjavíkur, þá létti lienni. Annað, sem einkennir sjúk- dóminn er það, að liann gerir ekkert vart við sig á veturna, fer aðallega að bera á honum þegar kemur fram í júnímán- uð og er venjulega mest áber- andi í júlí, nefnilega um það leyti sem grös eru mest í blóma. Á þessum sjúkdómi ber ávallt mest þegar þurrkar eru og sól- skin, en í rigningu liður þess- um sjúklingum betur. Þó liefi cg séð einn sjúkling í Rej'kja- vík í sumar, sem var hér allt sumarið og kom til mín mjög rauðeygður og illa lialdinn, og hafði bann aðeins verið á íerli liér um bæinn, en þá fáu þurrk- daga, sem voru hér í sumar, var nógu mikið af frjódufti i loftinu til þess að bonum liði mjög illa og yrði rauðeygður og þjáðist af nefstíflu. Það eru þrjú ár síðan eg fékk fyrstu tvo sjúklingana með þennan sjúkdóm, og þess- ir tveir sjúklingar, bafa verið ágætir i sumar, þó að þeir bafi ekki alltaf verið bér í Revkja- vik, lieldur annarsstaðar, þar sem meira befir reynt á með- ferðina, annar þeirra norðan- lands, þar sein þurrt hefir ver- ið og annars befði mátt gera ráð fyrir að sjúkdómurinn gerði vart við sig. Hinn var á- gætur, bæði í sumar og fyrra- sumar. Meðferðin á þessum sjúk- dómi virðist yfirleitt vera mjög þakklát, en bún er fólgin i því að dæla extracti af grasfrævl- um i vaxandi skammti, unz komið er upp i 5—10 þús. ein- ingar. Ef liægt er að koma sjúk- lingunum upp í stóra skammta áður en blómgunartími grasa byrjar, verða þeir jafnaðarlega svo ónæmir, að þeir verða ekki sjúkdómsins varir. Rezt hefir mér reynzt, að láta sjúklingana balda meðferðinni áfram allt árið um kring. Þótt í fljótu bragði líti svo út sem að það sé mjög fyrirhafnar- samt, þá er það alls ekki meiri fyrirböfn, þvi að með því að láta sjúklinginn koma til sín einu sinni á mánuði yfir vetr- artímann, sparar maður sér margar injectionir að vorinu til, því að með þessu móti er bægt að koma í veg fyrir að ónæmið falli niður úr öllu valdi yfir vetrartimann, eins og það gerir annars. Með þessu móti er liægt að byrja á tiltölulega báum skömmtum, að vorinu og verður fyrirhöfnin því raun- verulega engu meiri heldur en með því að gefa sjúklingnum miklu fleiri skammta að vor- inu til, til þess að undirbúa hann. Annars er bvorttveggja til með það, og ýmsir læknar, sem kjósa heldur að gefa sjúk- lingnum aðeins meðferð að vorinu til. Úti í New York varð eg var við að þessir sjúkling-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.