Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Síða 20

Læknablaðið - 01.12.1950, Síða 20
142 LÆKNABLAÐIÐ lítiö hægt aö gera fyrir. Hins vegar eru oft minniháttar en- dokrin truflanir bæði í körlum og konum, sem annars eru al- veg eðlileg á að sjá. Þetta er oft myndarlegt og hraustlegt fólk, en kynfærin eru lítið þroskuð og að sama skapi ófullkomið karl- eða kven-eðli. Fimmta aðferðin til þess að athuga ófrjósemi miðar að þvi að alhuga hvort eggvegirnir séu opnir. Áriö 1914 birti Carry og síðar Rubin fyrstu tilraun- irnar, sem miðuðu að því að sanna hvort eggvegir væru opn- ir„ Þeir sprautuðu röntgen- kontrast- efni inn í legið og tóku síðan röntgenmynd. Þessi aðferð hefir verið brúkuð mik- ið fram á þennan dag, með til- tölulega litlum breytingum, en er þó miklu handhægari nú á dögum en áður. Vegna þess hve þessi svonefnda hysterosalpin- gografia var erfið í framkvæmd í byrjuninni fann Riibin upp á því stuttu síðar að blása lofti upp í legið og með því móti að sýna hvort opin leið væri frá legopi og upp í kviðarhol kon- unnar. Til þessa brúkaði hann ,,kymograf“, til þess að fylgj- ast með því hve mikinn þrýst- ing þyrfti að nota, hve mikið viðnámið væri og hve mikið væri um krampakennda sam- drætti í legi og eggvegum. Hysterosalpingografi er aðal- lega gerð í tvennum tilgangi: lil þess að fá mynd af leghol- inu og síðan til þess aö sýna holið í eggvegunum. Þannig má sjá hindranir, sem verið geta í sjálfu legholinu, og ann- ars er ekki hægt að sjá, en hún gefur líka hugmynd um þroska legsins,, Á eggvegum má sjá hvort þeir séu lokaðir og þá hvar lokunin er. Rubin, sem alltaf hefir mestan áhuga fyrir blásningum, heldur því fram að það geti hann alveg eins vel sagt um með kymografiskri ut- erotubal insufflation. Annars eru sömu vandkvæði á því að lesa úr myndum af þessum líf- færum og öðrum innýfla líf- færum. Rubin hefir sannað það, bæði með kymograf. utero- lubal insufflatio og áþreifan- lega með skurðaðgerðum eftir á, að töluvert oft eru mistök á því að ákveða hvort opið sé upp gegnum eggvegina, þó svo virð- ist ekki vera á röntgenmynd- um. Samt sem áður er kontra- stefnið, sem brúkað er við rannsóknina, aðal vandkvæð- ið„ Það resorberast alls ekki eða mjög hægt, og getur valdið ert- ing 1 vefjunum með herping og hnútamyndunum, sem síðan leiða af sér fullkomna lokun á eggvegunum, þar sem áður voru aðeins þrengsli. Þesshátt- ar afleiðingar koma ekki eftir blásningu, sem líka er hægt að endurtaka mörgum sinnum. Hins vegar gildir það um hvort tveggja aðferðina að bólgur mega ekki vera í kynfærunum,

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.