Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1950, Page 21

Læknablaðið - 01.12.1950, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 143 eða „aktivar“ afleiðingar þeirra. Fyrir 1914 var reynt að skoða legholið meö uteroskopi, en það féll alveg niður eftir að byrjað var að gera hysterosal- pingografi. Á seinni árum hefir aftur verið byrjað á því að „spegla“ legið, og eru nú til miklu betri tæki til þess en áð- ur, auk þess sem smithættan er ekki eins mikil, og til meðöl sem vinna á sýkingu, ef svo illa tekst til. McCarthy cystoscop er brúkað til þessa og síðan hafa ureter-kateter verið þrædd upp í gegnum eggvegina. Þessa rannsókn gera þeir, sem við hana fást, á viðtalsstofunni, svo ekki virðist það vera mikill galdur. Með þessum þremur aðferð- um, hysterosalpingografi, in- sufflation og uteroskopi, er hægt að athuga ásigkomulag legsins og eggveganna, en þá er eftir að athuga ásigkomu- lag eggjakerfanna. Vegna þess hve innarlega þau liggja í grindarholinu, og stundum ekki hægt að þreifa á þeim við ,,exploration“, er oft ekki annað um að gera en að ganga út frá því að eggjakerfin starfi eðlilega ef ytri kynfær- in eru eðlilega þroskuð og eng- in finnanleg einkenni um end- okrin truflun. Hin einasta raunhæfa þekk- ing, sem fengizt hefir á starf- semi eggjakerfanna við allar rannsóknir, ásamL með þeim merkilegu staðreyndum, sem Hertig og Rock hafa séð á þeim eggjum sem þeir hafa fundið á fyrstu dögum eftir frjógun, er sú að egglos fer fram 14 til 16 dögum fyrir næstu tíðir. Ef tíðir eru reglulegar er auðvelt að reikna þetta út, en séu tíð- irnar óreglulegar er mjög erf- itt að ákveða tíma egglossins. Það gefur ekki heldur alltaf árangur þó sætt sé lagi með samfarir 14 til 16 dögum fyrir næstu tíðir. Kenning þeirra Ogino—Knaus hefir ekki held- ur reynzt einhlít og hafa marg- ar konur orðið barns hafandi á öðrum tímum, jafnvel meðan þær höfðu á klæðum. Þó hægt sé að komast að raun um að legið og egggangar séu . eðlileg, þá þekkist ekki nein aöferð lil þess að rannsaka starfsemi eggjakerfanna nema þær óbeinu aðferðir, sem þegar eru nefndar., Hins vegar er nú farið að skoða eggjakerfin 1 „speglum“, eins og holrúm lík- amans, sem þannig eru skoð- uð. Það eru nokkuð mörg ár síðan farið var að gera „peri- toneoskopi", en sú rannsókn hefir ekki borið eins góðan árangur og menn hugðu í fyrstu. Nú á dögum er ekki heldui' svo mikill munur á því hvort sprett er á magálnum og þannig fengin fullkomin skoð- un á innri líffærum. Eggja- kerfin liggja svo neðarlega að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.