Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1951, Page 12

Læknablaðið - 15.03.1951, Page 12
2 LÆKNABLAÐIÐ 1. mynd. Á mótum lenda- og spjaldhryggjar mætast tvær beygjur, fram á við í lendaliðum, aftur á við í spjald- hrygg. Hallinn á efra fleti spjald- hryggjar er að meðaltali 42°. við láréttan flöt (1. mynd). Varðar miklu að hér sé tryggi- lega búið um. Mannskepnan ku vera nýj- asta fvrirbrigðið af liryggdýr- unum og þróunarsögulega séð örstutt síðan hún tók að ganga upprétt og fór að nota fram- fæturna til annars. Þetta ger- breytir statik hryggjarins; í stað þess að vera láréttur, rís hann allt í einu upp á endann og skiljanlega mæðir þá mest á neðstu liðunum. Hverskyns áverkar eða óliófleg áreynsla eru því likleg til þess að reyna um of á lumbo-sacral-mótin og valda óþægindum. Festingin á neðsta lendalið og spjaldhrygg er eins og á pðrum hryggjarliðum þ.e.a.s.: 1) discus intervertebralis. 2) bönd. a) ligg. long, ant. & post. b) ligg. flava. c) ligg. supra & inter- spinalia. d) liðpokar utan um art- icul. interv. Í3) vöðvar, og mæðir þar hvað mest á réttivöðvum hryggj arins. En það er ekki nóg að mikið mæði á þessu svæði, heldur eru og alls konar afbrigði algeng- ari þar en nokkurs staðar ann- ars í beinagrindinni. Ganga reyndar sumir svo langt að segja að normal LV sé ekki til, en aðrir vilja hætta að tölu- setja lendaliði eins og tíðkast hefir og tala um fvrsta presa- cral lið o.s.frv., því það er all algengt að lendaliðir sé fjórir og hreint ekki svo sjaldan eru þeir sex. Hitt er líka algengt að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.