Læknablaðið - 15.03.1951, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ
23
slaðar eru sérstakir skóla-
læknar, sem ekkert gera ann-
að, en fullt eins vel hefir gefizt,
að starfandi læknar hafi á
hendi eftirlilið, og skipti þá
tíma sínum á milli skólaeftir-
litsins og almennra læknis-
starfa, og má skólaeftirlitið
ekki verða hornreka fvrir öðr-
um störfum, eða algjört auka-
starf, þá er Iiætt við að áhug-
inn slævist. Þess vegna má
ekki húta starfið alltof mikið
niður, þar sem öðru verður við
komið.
Niðurlagsorð.
1. Hugleitt hefir verið í upp-
hafi þessa erindis, hversu geysi
þýðingarmikið velrækt skóla-
eftirlit getur verið fyrir fram-
tíðarheilbrigði horgaranna, og
hversu víðtækl það starf raun-
verulega þarf að vera.
2. Lýst hefir verið í stuttu
máli sögu og framkvæmd skóla
lækninga hér á landi og nokk-
uð drepið á erlent skólaeftirlit.
3. Bent hefir verið á, að al-
gerlega hafi verið vanrækt áð
framfylgja settum lögum um
skólaeftirlit, með því að láta
undir höfuð leggjast að semja
reglugerðir og leiðbeiningar,
sem nauðsvnlegar verða að
teljast, og koma á eftirliti og
skipulagi, sem er undirstaða
velrækts skólaeftirlits. Hér
liafa framkvæmdastjórnir
heilbrigðismála og fræðslu-
mála i landinu lmndsað
tvenn lög, sem Alþingi hefir
sett, fræðslulögin frá 1936 og
fræðslulögin frá 1946, hvað
þetta snertir. Hins vegar hefir
ekkert verið til sparað að fram-
kvæma lögin að öðru leyti, og
með ærnum kostnaði í skólum
og kennaraliði, að hneppa
börnin i sem lengst skyldu-
nám, án tillits til hæfni og
vilja, og þannig oft ofbjóða
andlegri og líkamlegri heilsu
þeirra.
4. Vegna þessa skipulags-
leysis í skólaeftirlitinu, ríkir
enn hið mesta ósamræmi í
nafnanotkun og í mati ein-
stakra skólalækna á heilbrigð-
inni annars vegar og sjúk-
dómseinkennum hins vegar, og
skortir þannig enn allan grund-
völl undir samanburð, og fer
þannig mikið starf í súginn, er
annars gæti orðið til uppörv-
unar og hvatningar, og gæti
sýnt svart á hvítu, hvernig
heilbrigði skólabarna raun-
verulega væri í hverju hverfi
miðað við aðra staði.
5. Það er augljóst, að hér er
brýn nauðsyn aðgerða ef skóla-
eftirlitið á, í framtíðinni, að
geta skipað þann sess í heil-
brigðismálum þjóðarinnar, er
því her.
6. Það þarf að hvetja fræðslu-
málastjórnina til að fram-
kvæma XI. kafla laga um
fræðslu barna (nr. 34. 29. apríl
1946), ]jað er kaflann um lieil-
brigðiseftii'lit i skólum.