Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.03.1951, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 27 klíniska gilcli lyfjanna grund- völlurinn fyrir flokkuninni. I 1. kafla A eru skráð lyf og önnur almenn lyf, sem eru greidd að hálfu leyti. í saman- burði við önnur þýðingarmeiri er matið á lyfjunum í þessum flokki vafalaust rétt í flestum tilfellum, en þó ekki í öllum. Strophantin, tabl. fol. digitalis, nitroglycerin og þvi skyld lyf, astlnnalyf og thiouracilsam- hönd geta verið lífsnauðsvnleg, og eru alltaf nauðsynleg til þess að sjúklingar geti fengið starfs- orku og haldið henni. Væri því full ástæða til þess að greiða þessi lyf að % hlutum, eða að öllu leyti, og það því fremur sem sjúklingar þurfa að nota þau lengi. Það vekur undrun að finna amphetamin í þessum flokki og það í fleiri en einni mynd. Síðastliðið ár hefir þetta lyf verið háð hinum sömu reglum og nautnalvf með þeirri afleiðingu, að notkun þess hef- ir minnkað að miklum mun. Lyfið hefir mjög takmarkaða klíniska þýðingu, en er hættu- legt, vegna þess hve það er misnotað, og væri því rétt að athuga, hvort sjúkrasamlög ættu að greiða það án sam- þykkis trúnaðarlæknis. Skjald- kyrtillyfið tahl. threoideae er ýmist greitt að hálfu leyti eða öllu, shr. 1. og 3. kafla. Lyf þetta er lífsnauðsynlegt þegar um hvpothyreoidismus er að ræða, en í öllum tilfellum öðrum er verkun þess mjög vafasöm, og getur verið lífs- hættuleg, t. d. þegar lyfið er gagnrýnislaust notað sem megrunarlyf, en að því kveður töluvert hæði hérlendis og annars staðar. Það er því á- stæðulaust að gefa læknum undir fótinn til þess að nota lyfið í þeim tilgangi, en það er greinilega gert á hls. 57. Allmörg ný lyf eru í þessum reglum, sem ekki voru í þeim gömlu, og eins hafa ýms lyf, sem áður þóttu góð og gild, ver- ið felld hurt, bæði vegna þess, að þau liafa ekki reynzt raun- hæf, og eins vegna þess, að önnur ný og betri hafa gert þau úrelt. Hvað þetta snertir hefði öllum að skaðlausu mátt hreinsa betur til. Hvgg ég að fáir læknar telji sig nú hafa mikla þörf fyrir eftirtalin Ijrf: aconitinum, agaricinum, aeth- eroleum santali, decoctum uvae ursi, extractum colocyn- thidis, podophyllinum, spart- eini sulfas, og tinctururnar — -asae foetidae. -capsici, -digi- talis, -gallae, -lobeliae, -pim- pinellae. Fleiri dæmi mætti nefna um lyf, sem nú má telja úrelt, t. d. járnsamhönd, sem að aðalefni innihalda ferricar- bonat og ýms gömul hægða- lyf. í 1. kafla B eru flokkuð ýms sérlyf, sem greidd eru að hálfu leyti. Er það stuttur listi í sam- anburði við þann fjölda, sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.