Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1951, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.03.1951, Qupperneq 40
30 I, ÆKNABLAÐIÐ fyrrnefndan sjúkdóm snei-tir. Sjúklingar sem eru haldnir dystrophia adiposogenitalis eiga ekki að fá gonadotropin fyr en eftir 16 ára aldur. Ó- lieimilt er að veita undanþágur Jiegar um er að ræða truflanir á menstruatio eða potens. — Hvers eiga þær óhamingju- sömu stúlkur að gjalda, sem þjást af primer og sec. amenn- orrhö? Þeim er nauðsynlegt að fá hormónmeðferð, hæði af psykiskum og somatiskum á- stæðum. Þessar aðfinnslur eru yfir- leitt léttvægar í samanburði við kosti bókarinnar. í vali hinna skráðu lyfja hefir eink- um verið farið eftir norrænum Ivfjaskrám, en auk þess bæði brezkum og þeirri amerísku. Er þetta næg trvgging fyrir gæðum lyfjanna. Fjöldi lyfj- anna er það mikill, að varla er hætt við að læiknar heri sig upp undan lyfjaskorti. Hins vegar er lítill vafi á því, að þeim, sem eiga að kaupa lyfin, muni þvkja sér lítill greiði gerður með þessum nýju greiðsluákvæðum, því að ekki verða þau til þess að draga úr dýrtíðinni. Það er nokkur harmahót, að við gerum ekki verr við okkar sjúklinga að þessu lej'ti en nágrannar okk- ar, t. d. Danir. Nú í sumar gengu í gildi i Danmörku nýj- ar reglur um lyfjagreiðslur sjúkrasamlaga. Samkvæmt þeim reglum eru lífsnauðsyn- leg lyf greidd að % hlutum, og sérlega nauðsynleg lvf, sem í okkar reglum eru flokkuð í 1. og 2. kafla, eru einnig greidd að % hlutum. En það er athyglisvert, að til sérlega nauðsynlegra lyfja telja Danir ekki expectorantia, hóstastill- andi lyf, hypnotica, sedativa, analgetica, antipyretica, anti- rlieumatica, laxantia, acida, antacida, vitamin, önnur en concentreruð A og D vitamin- lvf og K-vitaminlvf, tonica og allflest lyf sem notuð eru á húð og slímhúðir. Nefndar lvfjateg- undir er sjúkrasamlögum i Danmörku ekki skylt að greiða nema um sé að ræða alvarlega og langvarandi sjúkdóma, og þá aðeins að % hlutum. Hér eru þessar lvfjategundir greiddar að liálfu levti og er það óneitanlega mikill kostur fvrir okkar sjúklinga, því að þetta eru einmitt lyfin sem einna mest eru notuð. Tilgangurinn með þessum nýju reglum er fyrst og fremst sá, að draga úr lyfja- kostnaði sjúkrasamlaganna, en hann hefir stóraukizt á undan- förnum árum. Ber margt til þess, verðhækkun á hráefnum til lvfjagerðar, ný þýðingar- mikil lyf, en dýr, og svo lyfja- notkunin, sem sjúkrasamlögin liafa stöðugt amazt við, bæði hér á landi og annars staðar. Lyfjanotkunin er viðkvæint

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.