Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1955, Page 20

Læknablaðið - 15.10.1955, Page 20
128 LÆKN ABLAÐIÐ brageyra og getur með engu móti klambrað saman rétt kveðinni vísu, verður ekki leirskáld, fyrr en hann tekur að yrkja. Laglaus maður, sem enga söngnótu þekkir, gerir sig ekki að fífli, fyrr en hann tek- ur að iðka söng fyrir almenn- ing og sækir um að fá að stýra hljómsveit. Nú kynni einhverjum að detta i hug, hvort nokkra nauð- syn beri til, að læknar séu menntamenn samkvæmt þeirri skýrgreiningu, sem hér liefur verið haldið á loft, hvort ekki sé nóg, að þeir „hafi það í lúk- unum“, sem sjúkur almenning- ur á undir þá að sækja. Þó að á þessu kunni að vera ann- markar frá sjónarmiði læknis- fræðinnar sem fræðigreinar, mætti þetta vissulega koma tii álita um hina eiginlegu lækna, þ. e. þá, sem sjálf læknisverkin framkvæma, enda virðist þró- unin óneitanlega ganga í þessa átt með stöðugt meiri sundur- greiningu læknisstarfsins og sérhæfingu læknanna, sem verða fvrir það umluktir sífellt þrengra sjónhring innan lækn- isfræðinnar, bvað þá að hann nái út fyrir hana. En eigi menn að sætta sig við þessi örlög læknastéttarinnar, er mönnum hentast að gera sér ljóst, að þá ber þeim að flevgja fyrir borð öllum bugsjónum um aka- demiska menntun lækna, en sætta sig' við sem bezta tækni- lega fræðslu og þjálfun þeirra, sem þá er engin ástæða til að láta þá sækja í háskóla, því að það miðar eingöngu til þess að baka þeim ábyrgð mennta- manna, sem þeir eiga á hættu að reynast engir menn til að rísa undir. Hér á landi mundi þá sæmzt að skipuleggja læknafræðsluna í sambandi við iðnskólann, að maður ekki segi við Landsmiðjuna. IV. Hér fara á eftir sem sýuis- lioru af stílsmáta íslenzkra lækna setningar og málsgreinir úr tiltölulega uýlega birtum ritsmíðum þriggja lækna og eins tannlæknis. Vera má, að ritsmíðar þessar þyki ekki valdar af betra enda, en sann- asl mála er, að ekki stingur verulega i stúf við það, sem gengur og gerist um mál og stíl íslenzkra nútímalækna, þó að cnn megi finna einstakar, en sífækkandi heiðarlegar und- antekningar. Vísl er, að þessar ritsmíðar liafa ekki vakið eftir- tekl stéttarinnar sem neitt af- brigðilegt, að ekki sé minnzt á hneykslun, og talar það skýru máli. Þó að vandalaust hefði verið að seilast enn hærra, verð ég tæplega vændur- um að liafa sótt ó lágan garð, því að allir eru höfundarnir framámenn, hv'er í sinni sérgrein, og vafa-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.