Bændablaðið - 12.12.2013, Qupperneq 12

Bændablaðið - 12.12.2013, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 201312 Fréttir Senn líður að jólum og hátíð frelsarans gengur í garð með boðskap og fögnuði og tilbreytingu í mat og drykk. Aðventan er merkilegur aðfaratími að jólunum, ekki síst fyrir það að við gerum svo margt á heimilum og á vinnustöðum til að taka utan um hvert annað með félagslegum hætti og fjölskylduhátíðum. Vegna þessa alls gleymum við flest myrkrinu og svo fer daginn að lengja strax í janúar. Jesúbarnið fæðist á ný ár hvert til að minna okkur á kærleikann og að umgjörðin þarf ekki alltaf að vera mörkuð auði og völdum. Jesús var í jötu lagður og móður hans var vísað frá fína fólkinu sem gisti hótelið. Fátækir sauðahirðar á Betlehemsvöllum fengu fyrstir þær fréttir að undrabarn væri fætt. Og enn erum við minnt á það siðgæði sem Jesús boðaði á stuttri starfsævi sem merkasti trúboði eða í raun stjórnmálaleiðtogi allra tíma. Hann boðaði stefnu sem enn er grundvöllur þeirra ríkja sem best gengur í heiminum. Hann bað okkur að gæta okkar minnsta bróður og systur, að gjalda illt með góðu. Hann rak illskuna burtu sem er svo þrálátt afl í manninum og brýst fram eins og í dýrum og birtist okkur stundum í blóðfórnum og fólskuverkum. Jafnvel heyrum við af því hér á landi að hópur ungmenna ráðist að einum félaga sinna og fremji svo ógeðslegan verknað að það er óskiljanlegt og oft kennt við einelti en einelti er glæpur. Harðari heimur skotvopna Við vorum minnt á það á dögunum að lögreglan á í baráttu við forhertari glæpamenn en áður sem beita skotvopnum í vímurugli eða geðveiki. Þess vegna þurfum við að efla almannavarnir fólksins og láta vita ef einhver afbrigðilegur náungi er í hverfinu okkar eða sveitinni. Á sínum tíma gengum við Íslendingar í Schengen og þar með færði Ísland varnarlínur sínar eða landamærin langt niður í Evrópu. Spyrja má, var það rétt, í ljósi reynslunnar. Bretar gerðu það ekki, hvers vegna? Oft eru gerð mistök og þá ber að endurskoða þau. Mér finnst óþarfi að landið sé galopið og nær væri að stöðva glæpamenn á landamærunum heldur en að þeir vaði inn í stofu hjá okkur og lifi svo við velsæld í tugthúsi hér. Til stendur að byggja dýrasta hótel heimsins yfir fanga uppi á Hólmsheiði og skal rýmið fyrir einn slíkan kosta 40 milljónir að mér er sagt. Hversu mörg rúm taka Schengen-fangarnir? Á landamærum lífs og dauða Enginn maður batnar í fangelsi. Mjög gott starf er samt unnið í fangelsismálum í dag og nýjar leiðir ræddar í refsingum og skólaganga fanga skilar föngunum sjálfstrausti og oft nýju lífi. En stærsta verkefni allra tíma er hins vegar að hjálpa fólki, leiða það inn á réttar brautir og að unglingarnir okkar fari aldrei í gönguferð á gálgahrauni vitleysunnar, eða leiki sér á landamærum lífs og dauða. Heimilin, kirkjan og vinnu- staðirnir þurfa enn frekar að opna dyr sínar svo að hver og einn sem í vandræðum á eignist trúnaðarvin og geti nálgast hjálp. Munum að kvölin og angistin er mest hjá mömmu og pabba sem á barnið sitt á villigötum. Hinar mögnuðu hjálpar- og björgunarsveitir og lögreglan þurfa á okkur öllum að halda til að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Það er erfitt verkefni að vera maður, en Jesús Kristur lagði veg kærleikans sem stendur öllum til boða. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM: Umgjörð jólanna þarf ekki alltaf að vera mörkuð auði og völdum Íslandsmeistaramót í rúllupylsu- gerð fór fram á dögunum á Sauðfjár setri á Ströndum í samvinnu við Slow Food samtökin. Gestum og gangandi var boðið upp á að smakka dýrindis rúllu- pylsur sem gerðar voru með margvíslegum aðferðum. Ellefu rúllupylsur kepptu um Íslandsmeistaratitilinn og voru fæstar þeirra hefðbundnar. Sérvalin dómnefnd undir forystu Sverris Þórs Halldórssonar matreiðslumeistara dæmdi pylsurnar eftir bragði, áferð, lykt og mörgum öðrum þáttum. Auk hans voru í dómnefnd þær Halla Steinólfsdóttir frá Fagradal og Bára Karlsdóttir veitingamaður á Café Riis á Hólmavík. Frá þessu er sagt á vefnum Strandir.is. Í fyrsta sæti varð pylsan Fjalla- drottningin (villijurtakrydduð) sem Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson bændur í Húsavík gerðu, en þau selja einmitt margvíslega matvöru í gegnum verkefnið Beint frá býli. Matthías og Hafdís í Húsavík unnu einnig keppnina í fyrra með léttreyktri rúllupylsu, en þá var keppnin haldin í Króksfjarðarnesi. Í öðru sæti varð rúllupylsan Strandasæla sem Jón Jónsson, aðstoðarmaður hjá Ferðaþjónustunni Kirkjubóli á Ströndum, hafði útbúið, með ótæpilegu magni af sojasósu, rauðlauk og sveppum. Í þriðja sæti varð rúllupylsan Ein með öllu sem Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli gerðu, en þau notuðu hráan lauk og steiktan, tómat, remúlaði og sinnep í sína rúllupylsu. Sú pylsa var einnig valin sú frumlegasta í keppninni. Keppnin þótti heppnast vel og höfðu menn gaman af. Auk rúllupylsukeppninnar og smakksins fyrir gesti og gangandi voru sölu- básar með ýmsum varningi í anddyri Sauðfjársetursins. Kaffihlaðborð var á boðstólum á Kaffi Kind og frítt inn á sýningar safnsins í tilefni dagsins. Sauðfjársetrið á Ströndum: Fjalladrottning besta rúllupylsan Jón Jónsson Kirkjubóli í 2. sæti, Hafdís Sturlaugsdóttir Húsavík 1. sæti, Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir Kirkjubóli 3. sæti og frumlegasta rúllupylsan. Myndir / strandir.is 54 54 300 SMIÐJUVEGUR 7 KÓPAVOGUR ispan.is vottuð framleiðsla Góðir landsmenn! Lokað verður um hátíðarnar, opnum aftur 2. janúar kl. 8 Bestu óskir um gleðilega hátið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.