Bændablaðið - 12.12.2013, Side 54

Bændablaðið - 12.12.2013, Side 54
55Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Vestfirska forlagið: Allskonar sögur – Fyrir börn og fullorðna, eftir Jón Hjartarson og Ásu Ólafsdóttur Bækur Hamingja í méldós Út er komin þriðja ljóðabók Sigríðar Jónsdóttur í Arnarholti í Biskupstungum og ber heitið Undir ósýnilegu tré. Fyrsta bók Sigríðar, Einnar báru vatn, kom út árið 2005 og hlaut afburðagóða dóma. Önnur bók hennar, Kanill, var tilnefnd til Fjöruverðlauna og hlaut Rauðu fjöðrina árið 2012. Erlendur Jónsson bókmenntagagnrýnandi sagði m.a. um ljóð Sigríðar í ritdómi 2005: Ljóð Sigríðar eru aldrei innantóm, aldrei leiðinleg og yfirleitt gagnorð. Í þessari þriðju bók Sigríðar skiptist í fjóra kafla og hefur að geyma 49 ljóð. Þar er fjallað um ár bóndans, l í f ungrar konu, karla og kerlingar, pólitík og ástir. Bændablaðið grípur hér aðeins ofan í bókina þar sem búskapur og búpeningur kemur allmikið við sögu. Framarlega er erfiljóð eftir kind, Eftir Sextíu og eitt. Æviskeið kindar og bónda eru hér lögð að líku: Fortíðin er að baki þar sem þú lifðir lífi þínu Sextíu og eitt. Þú hafðir þína hentisemi og vildir vera frjáls. Síðan þá höfum við vaðið flauma alls konar erfiðleika og höldum að við stöndum á hinum bakkanum. En lífið er endalaust úthaf, við eygjum ekki dauðann en róum á bæði borð. Sælir eru sveitamenn, miða líf sitt við land ljóða eftir vegarollu, mæla hamingjuna í méldós. Smaladagar eru víðar en í heimasveit skáldsins og eitt ljóðið heitir einmitt Smaladagur á himnum. Hér er brugðið upp mynd af ást og trú sem liggur ljóslifandi fyrir sveitamönnum: Jesús kallar á englana: Gáið hvar húsfreyjan grætur ána sína veturgamla. Bóndinn segir við englana: Hafið engar áhyggjur englarnir mínir, hún verður ekki ein, en látið opin hliðin þegar þið snúið heim. Lokakvæði bókarinnar er svo Kona verður kind. Einu sinni var kona sem breyttist í villikind. Hornin rákust í girðinguna þegar hún skaust út úr garðinum og júgrið dinglaði milli afturlappanna þegar hún brokkaði austur veg. Ærin dokaði til að sjá hvort lömbin fylgdu; hrútarnir komu báðir lausir við skóna og fundu að eitthvað var framundan. Eftir það leit konan aldrei um öxl, enda hafði hún engar axlir. Mjóslegin um bógana steðjar hún upp í vindinn sætt bragð í munni geldingahnappur kroppa Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Allskonar sögur fyrir fullorðna og börn. Bókin er eftir Jón Hjartarson og Ásu Ólafsdóttur og fylgir fjöldi skemmtilegra teikninga eftir Ómar Smára Kristinsson sögunum í bókinni. Hér er ein af þessum sögum, sem heitir Urtan og ljósmóðirin. Hér segir frá því þegar ljósmóðir hjálpar urtu að kæpa. „Sofa urtu börn á útskerjum, veltur sjór yfir, og enginn þau svæfir.“ Þjóðvísa Langamma mín, Sigríður Jónsdóttir frá Stórafjarðarhorni, var ljósmóðir og ferðaðist mikið á milli bæja til að sitja yfir konum, eins og það var kallað þegar konur lögðust á sæng og fæddu börn. Hún eignaðist sjálf 19 börn, svo oft hefur verið mikið um að vera á hennar heimili, en hún lét það ekki hindra sig í því að sinna ljósmóður- störfum eins og þurfti. Eitt sinn að vorlagi eða snemma sumars, laust fyrir aldamótin 1900, er amma á leið frá Stórafjarðarhorni út að Broddanesi einhverra erinda. Hún gengur sem leið liggur götutroðninga eftir Bökkunum áleiðis út með firði. Veðrið er gott, lygnt og hlýtt vorveður, fjörðurinn rennisléttur og ilmur í lofti. Þegar hún kemur þar sem heitir Stórabyrgi og Litlabyrgi heyrir hún sérkennilega annarleg hljóð neðan úr fjöru, líkt og kvalastunur, sárs- aukavein eða eitthvað í þá áttina. Langamma ákveður að athuga hvort einhver sé hjálparþurfi eða hvaða hljóð þetta séu eiginlega og hvaðan þau komi. Hún víkur af götunni og gengur á hljóðið og þegar hún kemur nær sér hún að á fjörukambinum liggur mikil og digur landselsurta að kæpa og virðist eiga í miklum erfiðleikum, veltir sér til og frá og kveinar hátt og sársaukafullt. Langamma staldrar við álengdar og virðir fyrir sér aðstæður og hugsar sitt ráð, hvað nú eigi til bragðs að taka, á urtunni er ekkert fararsnið og greinilegt að hún þjáist mjög mikið. Henni rennur ljósmóðurblóðið til skyldunnar, að hjálpa var skylda sem henni var í blóð borin og þá skipti ekki máli hvort um var að ræða konu í barnsnauð eða selsurtu á sjávar- strönd. Hún tekur það ráð að tala til urtunnar, róandi mjúkri röddu um leið og hún þokar sér nær, o f u r h æ g t , skref fyrir skref. Urtan fylgist með og sýnir engin viðbrögð nema hún stynur þungan og rekur upp kvalafull hljóð þess á milli. Langamma kemst alveg að urtunni og sér strax að þörf er á fæðingarhjálp eigi urtan og kópurinn ekki bæði að farast þarna á sjávarkambinum. Hún krýpur niður hjá henni til að athuga hvernig best sé að standa að málum og hjálpa til. Áður en löng stund er liðin hefur hún hjálpað urtunni, kópurinn fæðist sprækur og hún færir hann urtunni, þar sem hún liggur dösuð á malarkambinum eftir fæðinguna. Langamma víkur spöl frá og fylgist með hvernig móður og afkvæmi reiði af og þegar hún sér að allt er eins og það á að vera, snýr hún frá og í sama mund reisir urtan sig upp og blakar öðrum framhreifanum í átt að henni eins og í kveðju eða þ a k k l æ t i s - skyni. Langamma þvær sér um hendurnar í næsta læk og heldur svo ferð sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist. Skömmu eftir þennan atburð hittir Andrea, unga húsmóðirin í Litlafjarðarhorni, Sigríði sem þá segir þessa merkilegu setningu: „Nú get ég ekki tekið á móti fleiri börnum hjá þér Andrea mín, þar sem ég hefi hjálpað sel að fæða.“ Andrea sagðist hafa svarað eitthvað á þá leið, að hún hlustaði ekki á svona endemis vitleysu, hún vildi enga aðra yfirsetukonu yfir sér en Sigríði og þar við sat. Spurningin sem enn er ósvarað er: Hvers vegna taldi langamma sig ekki mega hjálpa konum að fæða eftir að hafa hjálpað selsurtunni? Á kápubaki er mynd af skáldkonunni tekin af bæjarhlaði í Arnarholti. Söluaðilar um land allt - Sjá nánar á benni.is Cultor: Evrópsk gæðadekk fyrir íslenskan landbúnað. Bílabúð Benna dekkjaþjónusta Tangarhöfða 8 Sími: 590 2045 Sími: 590 2000 Réttu dekkin fyrir traktorinn, jeppann og fjórhjólið Ef þú vilt nýta til fullnustu orku, aksturseiginleika og öryggi farartækisins, skiptir sköpum að velja dekk við hæfi. Þegar dekk eru annars vegar geturðu treyst á áratuga reynslu okkar og þekkingu - því þetta er allt spurning um að velja þau réttu. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 9. janúar 2014

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.