Læknablaðið - 15.11.1958, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ
GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG
LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: ÓLAFUR BJARNASON. Meðritstjórar: JULÍUS
SIGURJÓNSSON (L. í.) og ÓLAFUR GEIRSSON (L. R.)
42. árg. Reykjavík 1958 6.—7. tbl. -.
CANCER OVARII
Erindi flutt a fundi
Qiir Q.
Gamall austurlenzkur máls-
háttur segir eitthvað á þessa
leið: „Fjórir eru þeir hlutir, sem
aldrei koma aftur: liið talaða
orð, hinn liðni tími, hin skotna
ör og hið ónotaða tækifæri“.
Fjöldi fólks deyr árlega úr
krahbameini, sem í mörgum til-
fellum væri hægt að lækna, ef
ekki væri ónotað það tækifæri
að greina sjúkdóminn í tíma,
svo að varanlegri lækningu
verði við komið.
1 Bandarikjum Norður-Ame-
ríku einum saman devja árlega
h.u.b. 35.000 konur úr krabba-
meini í leghálsi. Þessi tegund
krahbameins liggur tiltölulega
vel við greiningu á frumstigi,
og telja læknar þar, að tölu
þessa mætti lækka um 70—80
af liundraði, ef konur þessar
hefðu í tíma hlotið viðeigandi
rannsókn og meðferð. Nú ber
þess að gæta, að einmitt í Banda-
Reykjavikur miðvikud. 13. nóv. 1957.
ríkjunum er þessum málum
einna hezt komið i horf meðal
þjóða heims, þar sem skipu-
lagðar rannsóknir til uppgötv-
unar á krabbameini hafa átt sér
stað um margra ára skeið.
Greining á krabbameini á
frumstigi er að sjálfsögðu jafn
mikilvæg fyrir góðan lækninga-
árangur, hvaða svæði líkamans
sem í hlut á. Hins vegar mis-
munandi auðvelt að greina sjúk-
dóminn, jafnvel þótt góð rann-
sóknartæki og kunnátta sé fyrir
hendi.
Krabbamein í eggjastokkum
kvenna má telja lil þeirra teg-
unda, sem miklum erfiðleikum
er hundið að greina á frumstigi.
Hefur það sérstöðu um margt
fram yfir aðrar algengar teg-
undir krabhameina í konum.
Ég mun í þessu stutta erindi
mínu geta aðeins að litlu tiðni
sjúkdómsins og flokkunar, en