Læknablaðið - 15.11.1958, Side 10
82
L Æ Iv N A B L A Ð I Ð
einkum ræða um einkenni,
greiningu og meðferð.
Tíðni.
Krabbamein í eggjastokkum
kvenna er alltíður sjúkdómur.
Kemur annað í röð illkynja æxla
í genitalia, aðeins legbálsinn er
það svæði, sem algengara er, að
krabbamein korni fyrir í. Sam-
kv. skrásetningu þeirri, sem
Krabbameinsfélagið lætur gera,
kemur í ljós, að milli 15 og 20
tilfelli koma árlega fyrir hér á
landi.
Skv. upplýsingum teknum úr
grein prófessors Níelsar Dungal
—• „Cancer in Iceland“ —, sem
birtist árið 1955 í „Annals of the
Royal College of Surgeons of
England“, kom í Ijós við krufn-
ingar, sem gerðar voru í Rann-
sóknastofu Háskólans á árun-
um 1932—1953, að hjá konum
var krabbamein í eggjastokkum
liið fjórða tíðasta. Kom það á
eftir illkynja æxlum í maga,
brjóstum og legbálsi. Elf fariö
er eftir dánarskýrslum hér á
landi árin 1940—1949, er
krabbamein í eggjastokkum hið
fimmta í röð illkynjaðra æxla,
skv. sömu beimijd. Er þá um
sömu röð að ræða, nema
krabbamein í ristli kemur i
fjórða sæti.
Til samanburðar eru tölur frá
New York-fylki 1942—1947, en
þar er krabbamein í eggjastokk-
um liið áttunda i röðinni bjá
konum. Illkynja æxli koma þar
oftar fyrir á áðurtöldum svæð-
um, og ennfremur í búð, rectum
og sigmoideum og corpus uteri.
Sjúkdómurinn er fátíðari í
konum innan 35 ára aldurs, en
er algengastur milli fimmtugs
og sextugs. Fæðingartíðni virð-
ist engin áhrif hafa á tiðni bans.
Flokkun.
Mikils ósamræmis gætir um
flokkun á æxlum í eggjastokk-
um. Segja má, að hverju sinni,
sem lesin er bók um þetta efni,
komi fram ný flokkun á þess-
um sjúkdómum. Orsök þessa
misræmis er sú, að um mikinn
fjölda tegunda er að ræða, með
afar fjölbreyttu útliti, bæði sýni-
legu með berum augum og við
smásjárrannsókn. Eg mun ekki
ræða nánar þessar flokkanir
hér, enda má segja, að þær hafi
frekar vísindalega en almenna
þýðingu.
Flestum höfundum ber sam-
an um, að af öllum æxlum, sem
fyrir koma i eggjastokkum, séu
frá 21—26 af hundraði illkynja,
eða því sem næst fjórði hluti.
Eitt má telja athýglisvert, að
eggj astokkarnir eru áberandi
undántekning frá þeirri reglu,
sem Vircliow setti fram á sín-
um tíma, að: „líffæri, sem ill-
kynja æxli koma oft fyrir i,
verði sjaldan fvrir útsæði frá
öðrum æxlum“. Það er einmitt
mjög algengt, að útsæði berist
til eggjgastokkanna frá krabba-
meinum í öðrum líffærum, eink-