Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 42
110 LÆKNABLAÐIÐ augljósara, hve brýnt er að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Það vill líka svo vel til, að við höfum yfir að ráða meðali til að fyrirbyggja sjúkdóminn. Mér virðist því, að nauðsyn- legt sé: 1) Gera ónæmisaðgerðir að skyldu í öllum skólum. Nota tetanustoxoid, en gefa auka- skammt, ef slys ber að hönd- um. 2) Gefa reglubundið tetanus- antitoxin 3000 ein. við allar aðgerðir á slysum, þar sem grunur gæti leikið á um tet- anus sýkingu, en sjúkl. ekki fengið ónæmisaðgerð. Ef þessu væri framfylgt, ætti tetanus-sýking að verða óþekkt fyrirbrigði. Heimildir: Stafford et al.: Ann. Surg. October 1954. Jan Aird: A Companion in Surgi- cal Studies. 1949. TETANUS by Páll Gíslason. SUMMARY: A case of Tetanus is described. A seaman from the Faroe Islands working on board an Icelandic trawler had four fingers of the left hand severely injured. Twenty two hours later he was brought to the municipal hospital of Akranes. Se- ven days from the accident symp- toms of Tetanus were observed. The patient received intensive anti- toxic and chemotherapeutic treat- ment. A tracheotomy was made and also a gastrostomy for feeding pur- poses. A partial amputation of three fingers had to be performed. The patient left the hospital 2% months after admission. As a possible sour- ce of infection in this case hides used on board the trawler are sugge- sted. After the description of this case a short survey of the disease is given and lastly as preventive mea- sures compulsatory vaccination with tetanus-toxoid is suggested at school age. ♦------------------ FRÁ LÆKXFM: Arnbjörn Ólafsson, héraðslæknir í Hólmavíkurhéraði, hefur fengið lausn frá embætti frá 1. des. 1958 að telja. Arnbjörn mun fyrst um sinn verða starfandi læknir í Kefla- vík. Jóhann Friðrik Sveinsson, læknir, var skipaður héraðslæknir i Þórs- hafnarhéraði frá 13. okt. 1958 að telja. Garðar Þ. Guðjónsson, læknir, var skipaður héraðslæknir í Hólma- víkurhéraði frá 1. des. 1958 að telja. Frá sama degi var Garðar einnig settur til þess að gegna Djúpavík- urhéraði ásamt sinu héraði. Ragnar K. Karlsson, læknir, hef- ur hinn 24. des. 1958 fengið leyfi til þess að mega starfa sem sérfræð- ingur í tauga- og geðsjúkdómum. Björn Önundarson, cand. med., hefur hinn 24. des. 1958 fengið leyfi til þess að mega stunda almennar lækningar hér á landi. Geir Jónsson, cand. med., hefur hinn 24. des. 1958 fengið leyfi til þess að mega stunda almennar lækningar hér á landi. Jón Guðgeirsson, cand. med., hef- ur hinn 24. des. 1958, fengið leyfi til þess að mega stunda almennar lækningar hér á landi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.