Læknablaðið - 01.09.1961, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ
99
hafði kennslan verið með há-
skólasniði, a. m. k. seinni árin,
kennslutilhögun liélzt í megin-
atriðum óbreytt fyrst um sinn
eftir stofnun háskólans, og
breytingar á kennaraliði voru
þær einar, að Jón Hj. Sigurðsson
tók við kennslu í lyflæknisfræði
af Guðmundi Björnssyni og Ól-
afur Þorsteinsson hóf kennslu í
liáls-, nef- og eyrnalækningum.
Myndin, sem hér fylgir, mun
hafa verið tekin um það leyti,
er háskólinn var stofnaður. Eru
þar síðustu kennarar læknaskól-
ans, en allir voru þeir og —
ásamt þeim Jóni Hj. Sigurðssyni
og Ólafi Þorsteinssvni — fyrstu
kennarar læknadeildar háskól-
ans. Af þessnm fyrstu kennur-
um læknadeildar er nú Ólafur
Þorsteinsson einn á lífi; hann
lét af kennslu 1951, vegna ald-
urs, en starfar annars enn sem
læknir.
Cr læknaskólanum útskrifuð-
ust 62 læknar, og eru 4 enn á
lífi: Halldór Steinsson, kand.
1898, Þorbjörn Þórðarson, k.
1901, Sigurmundur Sigurðsson,
k. 1907, og Ólafur Þorsteinsson,
k. 1908. En 16 læknaskólamenn
að auki Iuku námi og útskrifuð-
ust frá háskólanum. Af þeim
eru nú 8 á lífi, þeirra á meðal
Árni Arnason og Björn Jósefs-
son, sem útskrifuðust í júni
1912 ásamt Ivonráði Konráðs-
syni. En misseri fyrr, þ. e. í
febrúar sama ár, útskrifaðist
fyrsti kandídatinn frá liáskól-
anum, ólafur Gunnarsson. Ilin-
ir 6, nú á lífi, ern: Bjarni Snæ-
björnsson, Guðmundur Ás-
mundsson, Halldór Hansen og
Jónas Bafnar, allir kand. 1914,
Helgi Skúlason, k. 1915, og Ilall-
dór Ivristinsson, k. 1916.
í júní 1916 útskrifaðist svo
fyrsti kandídatinn, sem stundaði
alll læknisnámið í háskólanum,
Vihnundur Jónsson, en alls
munu nú liafa útskrifazt úr
læknadeild háskólans 426 lækn-
ar. Fyrstu 10 árin voru þeir 10,
en síðustu 10 árin 173.
Að sjálfsögðu hafa orðið ýms-
ar breytingar á högum háskól-
ans frá upphafi. Kennslugrein-
um og deildum hefur verið
fjölgað, og árlegur fjöldi stúd-
enta hefur aukizt stórlega. IIús-
rými hefur aukizt og aðstaða til
verklegrar kennslu og æfinga i
læknadeild batnað við aukinn
kost rannsóknastofa og spílala.
Kennarar í læknadeild eru nú
taldir 28 i síðuslu kennsluskrá
(vormisserið 1961) auk þeirra,
sem kenna eingöngu í fylgi-
greinum deildarinnar, tannlækn.
ingum og lvfjafræði lj’fsala.
Háskólinn þótti fara vel af
stað. Hann hefur síðan þrosk-
azt eftir vonum sem kennslu-
stofnun, þótl hann megi enn
teljast á bernskuskeiði sem vís-
indastofnun. En þær óskir
fvlgja honum yfir þessi tíma-
mót, að einnig á því sviði megi
liann eflast að mun í næstu
framtíð.