Læknablaðið - 01.09.1961, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ
101
ar lífverur. Eitt af stórafrekum
lífefnafræðinnar hefur verið að
sanna, að efnaskipti frumnanna,
hvort sem um ein- eða fjöl-
frumunga er að ræða, er i öll-
um aðalatriðum hin sama, þó
að óneitanlega sé um nokkur
frávik að ræða. Nú á tímum
getur enginn vísindamaður
rannsakað efnaskipti spendýr-
anna til nokkurrar hlitar án
þess að gefa efnahyltingu gerl-
anna einnig gaum. 1 langflest-
um gerlum myndast í öllum
aðalatriðum sömu efni, sem
maðurinn og dýrin nýta úr
fæðunni. Mj ólkursýrugerlarnir
skera sig þó þannig úr, að þeir
nota næstum öll sömu næring-
arefni og maðurinn, auk nokk-
urra fleiri.
Sumir mj ólkursýrugerlar
þurfa lilutfallslega meira af
aminosýrum en maðurinn. Mað-
urinn og mjólkursýrugerillinn
þarf mjög samsvarandi magn
af vatnsleysanlegum vítamín-
um. Hins vegar þarf mjólkur-
sýrugerillinn ekki vítamín, sem
leysast upp i fitu. Purin og pur-
inhasa, sem mvndast lijá
manninum við efnaskiptin,
verður mjólkursýrugerillinn að
fá sem næringu.
Með tilliti til hinna hárná-
kvæmu næringarrannsókna,
sem gerðar hafa verið á mjólk-
ursýrugerlum, og þess, hve nær-
ingarefnaþörf þeirra er í öllum
aðalatriðum samhljóða nær-
ingarefnaþöi’f mannsins, er á-
stæða til að ætla, að ekki eigi
ýkja margir liðir eftir að bæt-
ast á þann lista næringarefna,
sem vitað er, að maðurinn get-
ur ekki án verið.
Það voru einnig gerlarann-
sóknir, sem leiddu fyrst i ljós,
að ýmis vítamin úr B-flokkn-
um, svo sem inosit, pyridoxin,
folinsýra og pantothensýra,'
væru lífsnauðsynleg efni, og
síðar sannaðist þetta með dýra-
tilraunum.
Vísindin hafa þannig not-
fært sér niðurstöður gerlarann-
sókna í meira en tuttugu ár til
að skýra næringarþörf manna
og dýra. Árangurinn af rann-
sóknum þeim, sem gerðar liafa
verið til þess að skýra næringar-
þörf mannsins, hefur stóraukið
horfur lians til langlífis. Hörg-
ulsjúkdómarnir, sem allir ótt-
uðust, entust milljónum manna
til heilsutjóns og aldurtila,
eins og skyrbjúgur, beriberi,
liúðangur (pellagra), bein-
kröm, augnþurrkur (xeropthal-
mi) og margir fleiri, hafa lát-
ið mjög undan siga, og grein-
anleg einkenni þeirra koma
miklu sjaldnar fyrir en áður,
jafnvel þar sem fólkið lifir við
frumstæð skilyrði og léleg kjör.
Einnig hefur tekizt að halda
ýmsum veilum í heilsufarinu og
sjúkdómahneigð miklu meir í
skefjum og þannig hafa áhrif á
allt slikt til hins betra.
Sérstaklega hefur heppnazt
að draga stórkostlega úr harna-