Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 31

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 107 sakir og eðli krabbameinsins, þó að seint miði í áttina að útrýma þeim hræðilega vágesti. Vafalaust eru sumar ríkjandi kenningar um skaðsemi ýmissa kemískra efna, sem blandað er í matvæli og í þau komast á annan bátt, mikið ýktar. Samt sem áður er áríðandi að gjalda varbuga við öllu slíku og fá úr því skorið, livar og hverjar þær hættur séu. Heilbrigði manns- ins og þróun mannkynsins er svo mikið undir næring- unni kominn, að aldrei verður of miklu fórnað til að gera hana sem fullkomnasta og bezta og bægja frá henni öllu því, sem á einhvern liátt getur skaðað mannslíkamann. Það væri hörmulegt áfall, ef maðurinn spillti ágæti fæðunnar með eig- in tiltektum, þegar iiann loks- ins væri búinn að leiða í ljós þá galla, sem á henni væru, og finna ráð til að bæta úr þeim. Matvælaiðnaðurinn liefur nú um langt skeið haft róttæk ábrif á daglegt brauð olckar, t. d. með því að ræna það mjög þýðing- armiklum efnum. Ég á hér sér- staklega við mvlluiðnaðinn. Það er hann, sem á sök á þvi, hvað livíta hveitið er notað i gífur- lega stórum stil til brauðgerðar. Með því að svipta kornið vfir- borðslaginu og kíminu, er það um leið rænt dýrmætum vita- mínum, málm- og steinefn- um. En þetta befur tvímæla- laust spillt viðurværi þjóðanna um langt skeið. Á seinni árum hefur verið reynt að bæta úr þessum ágöllum með því að blanda hveitið aftur vítamínum, járni og kalki. En með þessu næst þó aldrei hin upprunalega samsetning kornsins; annars vegar af því, að menn þekkja ekki nákvæmlega samsetningu þess, sem numið er burtu, og liins vegar tapast hin örvandi áhrif, sem yfirborðslag kornsins hefur á starfsemi þarmanna. Mörg lönd búa við grænmetis- og ávaxtaskort, sérstaklega á veturna, og þá er yfirleitt allt of lítið af úrgangsefnum í fæð- unni. Það kemur sérstaklega bart niður á fólki, sem vinnur ekki erfiðisvinnu og þrevtir sig lítið. I Finnlandi tók fjöldi lækna höndum saman fyrir nokkru og hóf magnaðan áróður fyrir heil- kornsbrauðinu, og telja þeir sig' hafa unnið þar mikið nytsemd- arstarf. Samtímis var skorin upp berör gegn sykrinum, ekki vegna þess, að þeir telji hann neitt skaðræði út af fyrir sig, eða krabbameinsvald, eins og náttúrulækningamenn prédika, heldur af því, að Iians er neytt í gífurlegu óhófi og er í stói'- um stíl látinn koma í stað fjöl- breyttra og dýrmætra næringar- efna, sem fólkið má ekki án vera, og þannig spillir bann heilbrigðum næringarháttum. Það er margt fleira en þegar hefur verið nefnt, sem getur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.