Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 36

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 36
112 LÆKNABLAÐIÐ urna frá því, sem þaö áður var á þeim tímum árs, sem kýrnar voru fóðraðar inni. Á þann hátt hefur tekizt að tryggja fjölda fólks gegn A-vítaminskorti, og er þetta sérstaklega mikilvægt á Norðurlöndum, þar sem sum- arið er stutt og innistöðutími lcúnna því langur. Þetta er eitt ljóst dæmi þess, hvernig auka má gildi þýðingarmikilla fæðu- tegunda með aðstoð vísindanna. Með heyþurrkuninni tapast eða eyðileggst ríflegur hluti af A- próvítamininu, eða karótíninu, og þegar þar við hætist, að slátt- ur liefst fyrst, þegar grösin eru orðin blómguð, er karótin- innihald þeirra farið að minnka stórum. Heyið, sem kýrnar átu að vetrinum, var því karótín- snautt. A-vítamíngildi vetrar- mjólkurinnar gat því orðið 60 —70% minna en sumarmjólk- urinnar. í kringum 1920 hófu Danir og fleiri Norðurlandaþjóðir mikla haráttu fyrir endurbótum á kúamjólkinni. Þar kom fjöldi vísindamanna og landbúnaðar- frömuða við sögu. Þeir hvöttu hændur til að hefja túnaslátt- inn snemma og endurtaka liann með svo stuttu millihili, að þrjár uppskerur fengjust. Samtimis liófst súrheysgerð — ensilage — í stórum stíl. Fóðrið, sem fékkst með þessum nýju heyskaparaðferðum, hélt karótínmagni sínu næstum óbreyttu, og gildi annarra nær- ingarefna þess rýrðist lítið. Með þvi tókst að framleiða vetrar- mjólk, sem að A-vítamíngildi stóð sumarmjólkinni mjög lítið að baki. Þetta dæmi sýnir, live stórkostleg áhrif menn geta haft á gildi hins daglega viðurværis okkar. Með nánu samstarfi nær- ingar- og landbúnaðarsérfræð- inga hefur tekizt og mun takast að gera kraftaverk í þeim efn- um. Mjólkin er sú fæðutegund, sem öruggast og bezt getur bætt það, sem vantar á fullkomið manneldi þjóðanna. Án mjólk- ur getur raunverulega engin þjóð náð fullkomnum næring- arháttum. Tafla II sýnir mjólkur-, kjöt- og fiskneyzlu ýmissa landa heimsins. (Tölurnar eru teknar úr skýrslum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar). Neðri hluti töflunnar nær yfir meginhluta allra ibúa veraldar- innar. Eggjahvítuskorturinn i Indlandi og Kína er vægast sagt geigvænlegur, og það verður stórkostlegt átak fyrir þessar þjóðir að bæta úr lionum. Ind- verjar eiga að vísu fleiri kýr en nokkur önnur þjóð, sennilega upp undir 200 milljónir,en þrátt fyrir það eiga þeir við háska- legan eggjahvítuskort að búa vegna trúarbragða sinna. Frægur næringarfræðingur, prófessor Key, við Mmnesótahá- skólann segir frá því, er ind- verskur kollega heimsótti liann fyrir noklcrum árum. Þegar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.