Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1961, Side 54

Læknablaðið - 01.09.1961, Side 54
122 LÆKNABLAÐIÐ um ldæSnaði, stærS brunans, liitastigi og lengd hans. Eini munurinn á samanburS- artilrauninni og liinum var sá, aS dýrin voru sett í kælivatniS upp aS axillæ, sem reyndist þægilegra en aS halda þeim í vatninu í margar mínútur í hár- netinu. Nú voru þau aðeins setl í skál með kælivatni og liengd upp við barminn með því að hregða bandi undir framtennur efra skolts. 1 liverri þessara til- rauna voru notaðar 10 rottur. Með þvi að stytta kælitímann í isvatninu niður í nokkrar sek. liafði mér tekizt fram að þessu að lækka dánartöluna nokkuð. Ég gerði ráð fyrir, að kældu dýrin liefðu dáið úr kuldalosti í viðbót við hitalost. Mér datt því í liug að nota hlýrra vatn en 0° til kælingarinnar. I 11. tilraun notaði ég því 15 stiga heitt vatn. Undir eins og dýrið hafði verið brennt, var það sett í kælivatnið og losað við hárnetið og fatnaðinn, og tók það 15—20 sek. Dýrin voru þá strax tekin úr kalda vatninu og sett í húr sín. Sjö dýranna dóu innan 28% klst. (70% dán- artala). Hin þrjú voru drepin eftir 14 og 15 daga. í 12. tilraun voru dýrin kæld í 18° vatni í 25 sek., og losuð strax við klæðin. Þrjú þeirra dóu innan 12 klst. (30% dánar- tala). 1 13. tilraun voru dýrin kæld í 22° heitu vatni í 25 sek. Á fyrstu 15 20 sek. voru flíkurn- ar fjarlægðar. Dánartalan varð 0%. Fjögur dýranna voru drep- in frá 7.—14. degi, en 6 á 21. degi. Hin hrennda húð í fyrri hópnum var með blettum, sem voru svolítið lopakenndir og blóðríkir, en á milli hlettanna var nokkurn veginn heilhrigð húð. Það voru engar samloðan- ir við undirliggjandi vöðva, sem virtust eðlilegir, nema hjá einu dýranna var smávegis samloð- un. Öll dýrin, sem drepin voru á 21. degi, virtust heilhrigð og í góðum holdum. Breytingarnar á hrenndu pört- unum voru nauðalíkar hjá öll- um dýrunum. Aðeins hjá einu þeirra voru samloðanir á litlum hletti milli húðar og vöðva. Vöðvinn virtist eðlilegur. Harð- ar, þurrar flygsur af dauðu skinni voru að detta af um 50 -—70% liinnar hrenndu húðar, sem var þunn, en virtist ann- ars eðlileg, nema hvað um 60% af henni var liárlaus. Þar sem skorpurnar lágu enn á húðinni, var oft þunnt lag af grefti á milli þeirra og heilhrigðra gra- nulationa. Um 50—70% af innra borði hinnar hrenndu húðar virtist eðlilegt, en á liinum stöð- unum voru þéttir og dálítið hlóðríkir blettir beint undir dauðu skinnskorpunum. I 14. tilraun voru dýrin kæld í 25° vatni í 25 sek. Flíkurnar voru losaðar af þeim eins fljótt og auðið var, eftir að þær komu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.