Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 55

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 123 i vatnið. Eitl dýrið dó 8 klst. eftir brunann (10%o dánar- tala). Hin voru drepin frá 7.— 21. degi eftir bruna. Patbolog- iskar breytingar virtust heldur meiri i þessum flokki en næsta á undan. í 15. tilraun voru dýrin kæld í 25° vatni í þrjár min. og los- uð strax við flikurnar. Þannig voru þær í kælivatninu i tæp- ar þrjár mín. án nokkurs fatn- aðar. Dánartalan var 0. Patho- logiskar breytingar voru mjög svipaðar og í tveim síðustu til- raunum. í 16. tilraun voru dýrin kæld i 25° vatni i 5 mín. og flikurn- ar losaðar strax af þeim. Eitt dýrið dó eftir eina klst. og ann- að eftir 13 daga (20% dánar- tala). Hin dj'rin voru drepin frá 7.—21. degi. Pathologiskar breytingar voru svipaðar og hjá tilsvarandi dýrum i þremur síð- ustu flokkum, en lijá dýrunum, sem lifðu lengst, voru breyting- arnar miklu minni. Á 21. degi liöfðu t. d. allar brunaskorpurnar flagnað af búðinni bjá öllum dýrunum. Eftir voru blettir með góðum granulationum á milli nývax- innar yfirbúðar. Hjá einni rott- unni var næstum allt brennda svæðið þakið yfirhúð, með þykku, stuttu liári. Hvergi voru samloðanir við undirliggjandi vefi. Vegna aukinnar dánartölu við þessa tilraun datl mér í hug, að dýrin þyldu ekki svona langa kælingu, þó að brenndu lilut- arnir befðu gott af henni. 1 17. tilraun var kælivatnið liaft 30° heitt og dýrin látin vera í því í 5 mín., eftir að flíkurnar böfðu verið teknar af þeim. Tvö dýr dóu innan 25 klst. (20% dánartala). Pathologiskar breyt- ingar á brenndu vefjunum voru meiri en hjá dýrunum í þrem- ur síðustu tilraunum. Regenera- tio var einnig miklu bægari. í 18. tilraun var kælivatnið látið vera jafnbeitt og í hinni 17., en dýrin látin vera i því helmingi lengur, þ.e.a.s. í 10 mín. Eitt þeirra dó eftir 25 mín., sem vel gat stafað af svæfing- unni. Samt reikna ég þetta sem 10% dánartölu. Hin dýrin voru drepin eftir 7—21 dag. Nú voru pathologisku breytingarnar miklu minna áberandi en i síð- ustu tilraun, og regeneratio var líka miklu fljótari og fullkomn- ari. Pathologisku breytingarnar i þessari tilraun voru mjög svip- aðar og þegar dýrin voru kæld í 25° vatni. í 19. tilraun, sem var sú síð- asta, sem mér vannst tími til að gera, voru notaðar 10 rott- ur. Þær voru brenndar á sama hátt og áður, en án nokkurs klæðnaðar og ekki kældar í vatni. Þær voru drepnar á 7.— 21. degi. Pathologiskar breyting- ar á hinum brenndu vefjum voru margfalt meiri en hjá vatnskældu dýrunum og ukust stöðugt, eftir því sem dýrin lifðu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.