Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 76

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 76
142 LÆKNABLAÐIÐ skiptir sá hópur, sem eftir verð- ur, þegar vinzaðir hafa verið úr þeir sjúkdómar, sem valda an- æmia, mestu máli fvrir athug- un okkar. Þessi liópur er talinn i dálkinum ýmislegt í töflunni, og er um að ræða alls 635 sjúkl- inga, eða 52.4% allra anæmia- sjúklinganna. í þessum hópi eru konur í miklum meirihluta, eða 498 alls (78.4%), en karlar aðeins 137 (21.6%). Hér kemur því kyn- munurinn skýrar fram en fvrr, og er hlutfallið hér milli kvenna og karla nálægt 4:1, en var, eins og fyrr er sagt, nálægt 2 :1, þegar um alla anæmia-sjúkling- ana var að ræða. Þar eð það er sá hópur sjúklinga, sem ekki finnast hjá merki sjúkdóma, sem þekktir eru að því að valda anæmia, sem einkum hefur þýð- ingu fyrir rannsókn okkar, verður hann hér á eftir krufinn frekar til mergjar, en ekki staldrað að öðru leyti við töflu IV að þessu siuni. TAFLA V. Normocyt. Kyn Aldur Macrocyt. 29.5—32 <29.5 Microcyt. Alls 15—47 50 56 61 117 284 Konur > 47 44 52 56 62 214 15—47 9 9 3 16 37 Karlar . > 47 23 19 17 41 100 Tafla V sýnir skiptingu þess- ara sjúklinga eftir aldri, kyni og hvers konar anæmia um er að ræða. Aldursskiptingin er sett við 47 ár, en við þann aldur er menopause miðuð, og eng- inn sjúldinganna er yngri en 15 ára. Af töflunni sést, að meiri hluti kvenuanna er á barneign- araldri, eða alls 284 (57%), en 214 (43%) eldri. í liópi karlanna eru hlutföllin alveg öfug. Aðeins 37 (27.1%) þeirra eru á aldrin- um 15—17 ára, en hins vegar 100 (72.9%) eldri. Sé litið á skiptingu i macro-, normo- og micrócytiskar anæmiur, sést nú, að stærsti hópurinn með micro- cytiska anæmiu eru einmitt konur á barneignaraldri, eða alls 117 eða 41.2% þeirra kvenna. Aftur á móti eru aðeins 62 konur eldri en 47 ára með microcytiska anæmiu, þ. e. 29%. Þessar niðurstöður styðja þá lil- gátu, að járnskortsanæmia sé alltíður kvilli meðal íslenzkra kvenna á barneignaraldri. Flokkun þessara sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningu sést af töflu VI, sem leiðir í Ijós, að verulegur Iiluti þessara sjúkl- inga er haldinn eftirtöldum kvillum: 1) ýmiss konar meltingaróþæg-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.