Læknablaðið - 01.12.1961, Page 38
160
LÆKNABLAÐIÐ
10. Flautuhljóð (Wheezing).
11. Einkenni um ischemi frá
heila og extremitetum.
12. Mismunur á púls og blóð-
þrýsting hægra og vinstra
megin.
Skemmdin i æðaveggnum veil-
ir ekki sjálf einkenni,aðminnsta
kosti ekki í byrjun, nema ef
væri mæðiköst (paroxysmal
dvspnea), Aneurysma disse-
cans er þó í sérflokki, eins
og minnzt befur verið á áður,
En þegar aneurysma smá-
stækkar sem spenntur tumor
(expansile laesion), þá fer það
að þrýsta á umhverfið og öll
einkenni stafa frávaxandi þrýst-
ingi á aðliggjandi líffæri og/eða
blæðingu.
Það einkenni, sem oftast er
mest áberandi, að minnsta kosti
við stórt aneurysma, er verkur.
Hann stafar bæði af þrýstingi
á taugar og togi, og er þá oft
mjög sár. en verstur verður
hann þó og oftast óbærilegur,
þegar stórt aneurysma er farið
að valda erosio á beini og þá
helzt corpora vertebrarum.
Þeir sjúklingar þurfa því mikið
af verkjalyfjum og verða oft
fljótt háðir þeim. Af öðrum ein.
kennum má nefna mæði, sem
getur stafað frá hjarta eða lung-
um. Oft er mæðin hvað minnst
þegar sjúklingar halla sér
fram. Píphljóð eða wheezing
er oft til staðar, svo og hósti,
hæsi, kyngingarörðugleikar, og
superior vena cava syndrom er
ekki óalgengt við aneurysma
frá transvers hlutanum á arcus.
Ef aðalgreinar aorta-bogans
lenda í aneurysmanu, koma
einkenni í samræmi við það,
eins og áður er nefnt, svo sem
ischemisk einkenni frá heila,
svimi og tilhneiging til yfirliðs,
krampar, og verkur og hring-
rásartruflanir í efri extremitet-
um, og er þá oft asvmmetri á
púlsi. Horners syndrom vegna
lömunar á sympaticus, og liæsi
vegna lömunar á nervus recurr-
ans eru nokkuð algeng.
Ef aneurysma þrýstir á stóra
berkjugrein eða barka, get-
ur mæði orðið mjög mikil. Þá
getur komið lungnahrun í einn
lappa eða jafnvel heilt lunga
og þá fljótt bólgur eða igerð
þar á bak við. Dæmi eru til,
að það hafi þurft að taka lieilt
lunga í sambandi við aneu-
rysma-aðgerð, þar sem það var
orðið ónýtt vegna krónískrar
bólgu.
„Tracheal tug“ eða „Olivers
sign“ er oft til staðar, ef
stórt aneurysma liggur upp
að barka eða vinstri aðal-
berkju. Þrýstings-necrosis og
perforation er lang-alvarlegasta
afleiðingin við þennan sjúkdóm
og mjög algeng. Að vísu er ekki
alltaf mikið blóðrennsli í gegn-
um stór, gömul aneurysma, því
að innihaldið er oft fibrinlög
eða thrombus, einkum í þeim
luetisku, en ef mikið blóð
streymir um þessa gúlpa, er