Læknablaðið - 01.12.1961, Side 50
170
LÆKNABLAÐIÐ
Formaður ræddi nokkuð um
nauðsyn þess að afla upplýs-
inga um laun lækna almennt
með tilliti til launasamninga.
Kvaðst hann harma það, að
ekki hefði tekizt að fá þær upp-
lýsingar um laun héraðslækna,
er leitað var eftir á s.l. ári.
Taldi hann það styrkja aðstöðu
alla við samningaumleitanir, ef
hægt væri að leggja spilin
hreint á borðið, enda að hans
dómi óþarft fyrir lækna að ótt-
ast slíkt. Guðmundur Karl Pét-
ursson tók í sama streng. Málið
var rætt á víð og dreif, en eng-
in ályktun gerð.
Fulltrúar frá L. R. báru fram
eftirfarandi tillögu: „Aðalfund-
ur L. 1. 1961 harmar, að Lækna-
félag Austurlands hefur enn
ekki verið stofnað, og skorar á
lækna á því svæði að ganga frá
félagsstofnun fyrir næsta aðal-
fund L. l.“ Ályktun þessi var
samþykkt einróma.
Næst fór fram stjórnarkosn-
ing. Kosningu hlutu: formaður
Öskar Þórðarson, ritari Ólafur
Bjarnason og gjaldkeri Ólafur
Björnsson. Ólafur Geirsson
þakkaði fráfarandi formanni
góða stjórn. Taldi hann hag fé-
lagsins og starf hafa verið með
ágætum undir stjórn hans og
samstarf allt hið bezta. Hinn
nýkjörni formaður og ritari
voru kvaddir á fund að kjöri
loknu. Bauð fundarstjóri þá vel-
komna og bað þá taka sæti á
fundi, en þakkaði fráfarandi
stjórn góð störf. Fráfarandi
formaður þakkaði samstarfið
við meðstjórnendur sína og ósk-
aði nýkjörinni stjórn alls góðs
í starfi. 1 varastjórn voru
kjörnir: Kristinn Stefánsson,
Valtýr Albertsson og Jón Sig-
urðsson.
1 samninganefnd praktiser-
andi lækna utan Reykjavíkur
voru kosnir: Guðmundur Karl
Pétursson, Jón Jóhannsson, Ól-
afur Ólafsson, Páll Gíslason og
Björn Sigurðsson.
1 samninga- og gjaldskrár-
nefnd héraðslækna voru kosn-
ir: Ólafur P. Jónsson, Bjarni
Guðmundsson og Brynjúlfur
Dagsson.
Fulltrúar á þing B. S. R. B.
voru kosnir: Arinbjörn Kol-
beinsson, Magnús Ágústsson og
Bjarni Konráðsson, en til vara
Ólafur Einarsson, Ólafur Geirs-
son og Ólafur P. Jónsson.
1 gerðardóm samkvæmt Co-
dex Ethicus voru kosnir: Bjarni
Snæbjörnsson og Ólafur Ein-
arsson. Varamenn: Árni Árna-
son og Guðmundur Karl Pét-
ursson.
Endurskoðandi var kjörinn
Bjarni Jónsson, varamaður
BjarniKonráðsson.
Stjórninni var falið að skipa
fulltrúa L. í. í ritstjórn Lækna-
blaðsins.
Ákveðið var að halda næsta
aðalfund austan Akureyrar og
stjórninni falið að undirbúa
málið.