Læknablaðið - 01.12.1961, Side 62
174
LÆKNABLAÐIÐ
mennra lækna og dr. Óskar
Þórðarson myndi gera grein
fyrir störfum nefndarinnar og
tillögum um námskeið fyrir
lækna.
Á aðalfundi Læknafélags ís-
lands á Blönduósi 1958 vakti
Hannes Guðmundsson, þáver-
andi gjaldkeri félagsins, máls
á því, að æskilegt væri að fá
læknatalið útgefið að nýju, og
var stjórninni falið að athuga
það mál. Stjórnin ræddi málið
við fyrrverandi landlækni, Vil-
mund Jónsson, en án þess að
nokkur niðurstaða fengist. Á
síðastliðnum vetri hreyfði
Bjarni Bjarnason máli þessu á
fundi í Læknafélagi Reykjavík-
ur og skýrði frá viðræðum sín-
um við Vilmund Jónsson. 1
framhaldi af því átti stjórn
Læknafélags Islands enn við-
ræður við fyrrverandi land-
lækni, og leiddi það til þess, að
tilnefndir voru tveir menn, ann-
ar af Læknafélagi Islands,
Bjarni Konráðsson læknir, en
hinn af fyrrum landlækni,
Valdimar Jóhannsson bókaút-
gefandi, og skyldu þeir meta
útgáfurétt bókarinnar Læknar
á íslandi.
Vilmundur Jónsson hefur
boðizt til að selja Læknafélagi
Islands útgáfurétt bókarinnar
til ævinlegrar eignar fyrir
100.000.00 kr.
Síðla vetrar barst Læknafé-
lagi Islands bréf frá sænska
læknafélaginu, þar sem skýrt
var frá því, að félagið boðaði
til fundar um sérfræðimenntun
á Norðurlöndum, og var Lækna-
félagi Islands boðið að senda
fulltrúa. Þar sem reglugerð
varðandi þetta efni beið sam-
þykktar ráðherra, þótti ráð að
afla upplýsinga um, hvað væri
að gerast í þessum málum hjá
frændum vorum. Varð að sam-
komulagi, að prófessor Sigurð-
ur Samúelsson færi á vegum
Læknafélags Islands, Háskól-
ans og heilbrigðisstjórnarinnar
og hver aðili greiddi þriðjung
kostnaðar. Myndi Sigurður
síðar segja þingheimi frá ferð
sinni.
I júní 1960 var stofnað Geð-
læknafélag Islands, en stjórn
L. 1. var tilkynnt stofnunin hinn
28. okt. 1960. Stjórn félagsins
skipa: Esra Pétursson formað-
ur, Kristján Þorvarðarson rit-
ari og Alfreð Gíslason gjald-
keri.
Stofnað hefur verið félag
yfirlækna. Stjórn þess skipa:
Óskar Þórðarson formaður,
Níels Dungal ritari og Friðrik
Einarsson gjaldkeri.
Skýrt var frá því, að Banda-
lag háskólamanna hygðist gang-
ast fyrir samningu afmælisrits
í tilefni fimmtíu ára afmælis
Háskólans, ásamt með Tabula
gratulatoria. Skráningargjald á
Tabula væri 500.00 kr., en í
því væri innifalið afmælisritið.
Prófessor Níels Dungal til-
kynnti stjórninni, að sér hefði