Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1961, Page 62

Læknablaðið - 01.12.1961, Page 62
174 LÆKNABLAÐIÐ mennra lækna og dr. Óskar Þórðarson myndi gera grein fyrir störfum nefndarinnar og tillögum um námskeið fyrir lækna. Á aðalfundi Læknafélags ís- lands á Blönduósi 1958 vakti Hannes Guðmundsson, þáver- andi gjaldkeri félagsins, máls á því, að æskilegt væri að fá læknatalið útgefið að nýju, og var stjórninni falið að athuga það mál. Stjórnin ræddi málið við fyrrverandi landlækni, Vil- mund Jónsson, en án þess að nokkur niðurstaða fengist. Á síðastliðnum vetri hreyfði Bjarni Bjarnason máli þessu á fundi í Læknafélagi Reykjavík- ur og skýrði frá viðræðum sín- um við Vilmund Jónsson. 1 framhaldi af því átti stjórn Læknafélags Islands enn við- ræður við fyrrverandi land- lækni, og leiddi það til þess, að tilnefndir voru tveir menn, ann- ar af Læknafélagi Islands, Bjarni Konráðsson læknir, en hinn af fyrrum landlækni, Valdimar Jóhannsson bókaút- gefandi, og skyldu þeir meta útgáfurétt bókarinnar Læknar á íslandi. Vilmundur Jónsson hefur boðizt til að selja Læknafélagi Islands útgáfurétt bókarinnar til ævinlegrar eignar fyrir 100.000.00 kr. Síðla vetrar barst Læknafé- lagi Islands bréf frá sænska læknafélaginu, þar sem skýrt var frá því, að félagið boðaði til fundar um sérfræðimenntun á Norðurlöndum, og var Lækna- félagi Islands boðið að senda fulltrúa. Þar sem reglugerð varðandi þetta efni beið sam- þykktar ráðherra, þótti ráð að afla upplýsinga um, hvað væri að gerast í þessum málum hjá frændum vorum. Varð að sam- komulagi, að prófessor Sigurð- ur Samúelsson færi á vegum Læknafélags Islands, Háskól- ans og heilbrigðisstjórnarinnar og hver aðili greiddi þriðjung kostnaðar. Myndi Sigurður síðar segja þingheimi frá ferð sinni. I júní 1960 var stofnað Geð- læknafélag Islands, en stjórn L. 1. var tilkynnt stofnunin hinn 28. okt. 1960. Stjórn félagsins skipa: Esra Pétursson formað- ur, Kristján Þorvarðarson rit- ari og Alfreð Gíslason gjald- keri. Stofnað hefur verið félag yfirlækna. Stjórn þess skipa: Óskar Þórðarson formaður, Níels Dungal ritari og Friðrik Einarsson gjaldkeri. Skýrt var frá því, að Banda- lag háskólamanna hygðist gang- ast fyrir samningu afmælisrits í tilefni fimmtíu ára afmælis Háskólans, ásamt með Tabula gratulatoria. Skráningargjald á Tabula væri 500.00 kr., en í því væri innifalið afmælisritið. Prófessor Níels Dungal til- kynnti stjórninni, að sér hefði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.