Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1961, Síða 63

Læknablaðið - 01.12.1961, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 175 borizt bréf frá prófessor Occo- momos í Aþenu um stofnun al- þjóða læknafélagsskapar, sem kenndur verði við Hippokrates og gangist fyrir, að reist verði alþjóða-læknamiðstöð í Kos til minningar um hann. Ráðgert er, að hver læknir leggi fram í eitt skipti fyrir öll upphæð, sem svari til 10 drökmum, til þess að koma upp stöðinni (30 drök- mur = 1$). Taldi stjórnin, að aðalfundur ætti að taka á- kvörðun í þessu máli. Norska læknafélagið hélt há- tíðlegt 75 ára afmæli sitt snemma í júnímánuði og bauð Læknafélagi Islands að senda fulltrúa á afmælishátíðina. Því varð ekki við komið, en send var Guðbrandsbiblía, fagurlega árituð, sem afmælisgjöf. Fundarstjóri þakkaði for- manni skýrslu sína, en um hana urðu engar umræður. Gjaldkeri las upp endurskoð- aða reikninga félagsins og gat þess, að nú yrði sú breyting á, að reikningur fyrir Læknablað- ið væri aðskilinn, og er það í fyrsta sinn. Því næst las Ólaf- ur Einarsson upp reikninga ekknasjóðs L. 1. Styrkveitingar úr sjóðnum á árinu 1960 mega nema kr. 34.205.22. Þá var tekin fyrir skýrsla samninganefndar praktiserandi lækna utan Reykjavíkur, og hafði Guðmundur Karl Péturs- son orð fyrir nefndinni. Samn- ingaumleitanir byrjuðu 2. sept- ember 1960 með bréfi frá samninganefnd til Trygginga- stofnunar ríkisins um nýjan samning, og voru þar settar fram k'röfur um hækkun á núm- eragjaldi til samræmis við kjör Reykjavíkurlækna. Hlutu þessi tilmæli daufar undirtektir hjá Tryggingastofnun ríkisins, en um það fóru nokkur bréfa- skipti á milli aðila. Læknar höfðu einróma samþykkt að segja upp samningum, ef ekki næðust einhverjar kjarabætur, og lá við um tíma, að viðræðum við Tryggingastofnunina yrði hætt. Þá breyttist afstaða Tryggingastofnunarinnar, og voru boðin kjör, sem framsögu- maður taldi til töluverðra bóta frá því, sem áður hafði gilt fyr- ir alla lækna, að undanskildum Keflavíkur- og Njarðvíkur- læknum. Var síðan gengið að þessum boðum, en sérsamning- ur gerður um nætur- og helgi- dagaþjónustu við Keflavíkur- lækna. Arinbjörn Kolbeinsson kvaddi sér hljóðs og ræddi nokkuð um forsendur og niður- stöður gerðardóms í deilu Keflavíkur- og Njarðvíkur- lækna. Taldi hann gerðardóms- leiðina alls ófæra. Hann lagði áherzlu á, að síðustu samningar L. 1. fyrir hönd praktiserandi lækna utan Reykjavíkur hefðu verið hörmulega lélegir. Það myndi einsdæmi í íslenzkri fé-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.